Bíó og sjónvarp

Tom Hardy nánast óþekkjanlegur sem Al Capone

Birgir Olgeirsson skrifar
Tom Hardy.
Tom Hardy. Vísir/GETTY
Leikarinn Tom Hardy er við tökur á myndinni Fonzo þar sem hann leikur glæpamanninn alræmda Al Capone.

Myndin mun fylgja glæpamanninum eftir þegar hann er orðinn 47 ára gamall og búinn að verja tíu árum af lífi sínu í fangelsi. Andlegri heilsu hans hefur hrakað verulega og ofbeldisfull fortíð ásækir huga hans.

Hardy birti nýlega myndir frá tökustað þar sem sést hvernig brellumeistarar vinna við að breyta leikaranum í glæpaforingjann ógnvænlega.

Ljóst er að brellumeistararnir eru afar færir í sínu fagi því Hardy er nánast óþekkjanlegur eftir að þeir hafa lokið sér af. 

Mega awkward character misstep

A post shared by Tom Hardy (@tomhardy) on

chasing Fonzo

A post shared by Tom Hardy (@tomhardy) on

NOLA - National Unicorn Day

A post shared by Tom Hardy (@tomhardy) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×