Gabriel Luna mun leika nýjan Tortímanda Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 21:49 Gabriel Luna er hvað þekktastur fyrir að leika Ghost Rider í þáttunum Agents of Shield. Vísir/Getty Leikarinn Gabriel Luna hefur verið valinn til að leika nýjan tortímanda í endurræsingu á þessari vinsælu kvikmyndaseríu. Leikstjóri myndarinnar verður Tim Miller, sem á að baki myndina Deadpool, og er sjálfur James Cameron á meðal framleiðanda.Greint er frá þessu á vefnum Deadline en þar kemur fram að James Cameron muni endurheimta stóran hluta af réttindum fyrstu Tortímanda-myndarinnar frá 1984 á næsta ári. James Cameron ákvað að endurræsa Tortímanda-seríuna eftir að hafa rætt við David Ellison, frá Skydance framleiðslufyrirtækinu, á tónleikum fyrir skemmstu. Þeir völdu Tim Miller sem leikstjóra og hafa Natalia Reyes og Diego Boneto verið valin til að fara með hlutverk í myndinni ásamt sjálfum Arnold Schwarzenegger, sem snýr aftur sem Tortímandinn, og Linda Hamilton sem Sarah Connor. Áætlað er að myndin verði frumsýnd 22. nóvember árið 2019.Áður hafa verið gefnar út The Terminator árið 1984, Terminator 2: Judgement Day árið 1991, Terminator 3: Rise of the Machines árið 2003, Terminator Salvation árið 2009 og Terminator Genisys árið 2015. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn Gabriel Luna hefur verið valinn til að leika nýjan tortímanda í endurræsingu á þessari vinsælu kvikmyndaseríu. Leikstjóri myndarinnar verður Tim Miller, sem á að baki myndina Deadpool, og er sjálfur James Cameron á meðal framleiðanda.Greint er frá þessu á vefnum Deadline en þar kemur fram að James Cameron muni endurheimta stóran hluta af réttindum fyrstu Tortímanda-myndarinnar frá 1984 á næsta ári. James Cameron ákvað að endurræsa Tortímanda-seríuna eftir að hafa rætt við David Ellison, frá Skydance framleiðslufyrirtækinu, á tónleikum fyrir skemmstu. Þeir völdu Tim Miller sem leikstjóra og hafa Natalia Reyes og Diego Boneto verið valin til að fara með hlutverk í myndinni ásamt sjálfum Arnold Schwarzenegger, sem snýr aftur sem Tortímandinn, og Linda Hamilton sem Sarah Connor. Áætlað er að myndin verði frumsýnd 22. nóvember árið 2019.Áður hafa verið gefnar út The Terminator árið 1984, Terminator 2: Judgement Day árið 1991, Terminator 3: Rise of the Machines árið 2003, Terminator Salvation árið 2009 og Terminator Genisys árið 2015.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira