Danski tónlistarmaðurinn Eloq spilar á Tivoli Bar Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. apríl 2018 15:00 Okkar eigin Ragga Holm hitar upp fyrir Danann. fréttablaðið/Ernir Á Tivoli Bar verður mikið stuð og fjör í kvöld en þá mun tónlistarmaðurinn, pródúserinn og plötusnúðurinn Eloq taka yfir græjurnar og skemmta gestum. Hin geðþekka Ragga Holm mun sjá um upphitun við þetta tækifæri. Eloq er listamannsnafn August Fenger Janson en hann er hálfur Dani og hálfur Svíi, einhvers konar ofur-Skandinavi, en hann átti meðal annars lag á plötunni No Mythologies to Follow með söngkonunni MØ. Eloq er undir miklum áhrifum frá J Dilla, Timbaland og The Neptunes. Þessi drengur er líklega þekktasti trap-musik-pródúser Dana. Giggið á Tivoli Bar er ekki það fyrsta sem þessi ungi listamaður hefur tekið hér á landi en hann hefur oftar en einu sinni spilað á Íslandi, til að mynda fyllti hann Silfurberg á Sónarhátíðinni um árið. Ragga Holm hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið, er meðal annars gengin til liðs við Reykjavíkurdætur og hefur einnig verið að dúndra út tónlist með rapparanum og veiparanum Kilo á milli þess sem hún talar í útvarpið á Áttunni FM. Tónleikarnir hefjast klukkan 2 aðfaranótt sunnudags og aðgangur er ókeypis. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á Tivoli Bar verður mikið stuð og fjör í kvöld en þá mun tónlistarmaðurinn, pródúserinn og plötusnúðurinn Eloq taka yfir græjurnar og skemmta gestum. Hin geðþekka Ragga Holm mun sjá um upphitun við þetta tækifæri. Eloq er listamannsnafn August Fenger Janson en hann er hálfur Dani og hálfur Svíi, einhvers konar ofur-Skandinavi, en hann átti meðal annars lag á plötunni No Mythologies to Follow með söngkonunni MØ. Eloq er undir miklum áhrifum frá J Dilla, Timbaland og The Neptunes. Þessi drengur er líklega þekktasti trap-musik-pródúser Dana. Giggið á Tivoli Bar er ekki það fyrsta sem þessi ungi listamaður hefur tekið hér á landi en hann hefur oftar en einu sinni spilað á Íslandi, til að mynda fyllti hann Silfurberg á Sónarhátíðinni um árið. Ragga Holm hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið, er meðal annars gengin til liðs við Reykjavíkurdætur og hefur einnig verið að dúndra út tónlist með rapparanum og veiparanum Kilo á milli þess sem hún talar í útvarpið á Áttunni FM. Tónleikarnir hefjast klukkan 2 aðfaranótt sunnudags og aðgangur er ókeypis.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira