Háspenna og hárbeittur húmor í sumarsmellunum sem eru handan við hornið Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 14:40 Margir bíða spenntir eftir þessum myndum. Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní. Bíó og sjónvarp Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira