Bröndby vann toppslaginn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. apríl 2018 19:57 Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Vísir/getty Bröndby hafði betur í uppgjöri toppliðanna í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld Fyrir leikinn voru Bröndby og Midtjylland jöfn að stigum í efstu sætum toppriðilsins í úrslitakeppninni. Liðin mættust á heimavelli Midtjylland. Heimamenn byrjuðu frábærlega með tveimur mörkum frá Gustav Wikheim á þriggja mínútna kafla, staðan orðin 2-0 eftir 17 mínútur. Pólverjinn Kamil Wilczek var hins vegar fljótur að svara fyrir Bröndby og staðan 2-1 í hálfleik. Wilczek var aftur á ferðinni á 80. mínútu þegar hann jafnaði leikinn og Anthony Jung tryggði Bröndby svo sigurinn fjórum mínútum síðar. Hjörtur Hermannsson byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á 41. mínútu. Fótbolti á Norðurlöndum
Bröndby hafði betur í uppgjöri toppliðanna í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld Fyrir leikinn voru Bröndby og Midtjylland jöfn að stigum í efstu sætum toppriðilsins í úrslitakeppninni. Liðin mættust á heimavelli Midtjylland. Heimamenn byrjuðu frábærlega með tveimur mörkum frá Gustav Wikheim á þriggja mínútna kafla, staðan orðin 2-0 eftir 17 mínútur. Pólverjinn Kamil Wilczek var hins vegar fljótur að svara fyrir Bröndby og staðan 2-1 í hálfleik. Wilczek var aftur á ferðinni á 80. mínútu þegar hann jafnaði leikinn og Anthony Jung tryggði Bröndby svo sigurinn fjórum mínútum síðar. Hjörtur Hermannsson byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á 41. mínútu.