45 fiskar á land við opnun Varmár Karl Lúðvíksson skrifar 4. apríl 2018 10:48 Það var fín veiði í Varmá við opnun 1. apríl Mynd: SVFR Ein af þeim ám sem er mikið stunduð á vorin er Varmá sem rennur í gegnum Hveragerði en þessi á getur oft verið ansi gjöful. Apríl og maí geta verið ansi drjúgir í ánni en í henni má finna sjóbirting, staðbundin urriða, sjóbleikju síðsumars, stöku lax og síðan tröllvaxnar bleikjur sem halda til allt árið í einum hyl nánar tiltekið í Stöðvarhylnum. Það virðist vera þó nokkuð af sjóbirting í ánni þetta vorið miðað við veiðitölur en þrátt fyrir kulda og trekk komu 45 sjóbirtingar á land við opnun 1. apríl sem þykir virkilega gott. Það var ekki mikið um stóra fiska fyrsta daginn en samkvæmt fréttum frá SVFR þá veiddist einn 80 sm daginn eftir og annar sem var yfir 70 sm hafði líka verið bókaður. Það er ekki mikið um hlýindi framundan svo veiðimenn verða líklega enn um sinn að hrista klaka úr lykkjunum en á meðan fiskurinn er í tökustuði er veiðimönnum svo sem alveg sama. Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði
Ein af þeim ám sem er mikið stunduð á vorin er Varmá sem rennur í gegnum Hveragerði en þessi á getur oft verið ansi gjöful. Apríl og maí geta verið ansi drjúgir í ánni en í henni má finna sjóbirting, staðbundin urriða, sjóbleikju síðsumars, stöku lax og síðan tröllvaxnar bleikjur sem halda til allt árið í einum hyl nánar tiltekið í Stöðvarhylnum. Það virðist vera þó nokkuð af sjóbirting í ánni þetta vorið miðað við veiðitölur en þrátt fyrir kulda og trekk komu 45 sjóbirtingar á land við opnun 1. apríl sem þykir virkilega gott. Það var ekki mikið um stóra fiska fyrsta daginn en samkvæmt fréttum frá SVFR þá veiddist einn 80 sm daginn eftir og annar sem var yfir 70 sm hafði líka verið bókaður. Það er ekki mikið um hlýindi framundan svo veiðimenn verða líklega enn um sinn að hrista klaka úr lykkjunum en á meðan fiskurinn er í tökustuði er veiðimönnum svo sem alveg sama.
Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði