Vargur er fyrsta kvikmynd Barkar í fullri lengd, en hann er þó enginn nýgræðingur og hefur áður getið sér gott orð fyrir verðlaunastuttmyndir sínar og sem einn af leikstjórum Ófærðar.
Myndin verður frumsýnd 4. maí en hér að neðan má sjá stikluna.
Annar þarf að koma sér undan handrukkurum vegna fíkniefnaskuldar, en hinn hefur dregið sér fé á vinnustað til að fjármagna dýran lífsstíl. Saman ákveða þeir að grípa til ólöglegra aðgerða til að koma sér á réttan kjöl.

Pólska leikkonan Anna Próchniak leikur burðardýr bræðranna og danska leikkonan Marijana Jankovic leikur rannsóknarlögreglukonu, en þess má geta að hún lét ekki nýtt tungumál vefjast fyrir sér og talar íslensku í myndinni.

Handrit og leikstjórn: Börkur Sigþórsson
Framleiðendur: Baltasar Kormákur og Agnes Jóhansen
Meðframleiðendur: Magnús Viðar Sigurðsson, Jessica Petelle, Börkur Sigþórsson
Með helstu hlutverk fara Gísli Örn Garðarsson, Baltasar Breki Samper, Anna Próchniak, Marijana Jankovic, Rúnar Freyr Gíslason og Ingvar E. Sigurðsson
Kvikmyndataka: Bergsteinn Björgúlfsson
Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir og Sigvaldi J. Kárason
Tónlist: Ben Frost
Leikmynd: Heimir Sverrisson
Hljóðhönnun Huldar Freyr Arnarsson
Hár og förðun: Kristín Júlla Kristjánsdóttir
Búningar: Ellen Loftsdóttir
Framkvæmdastjórn á tökustað: Eiður Birgisson
Aðstoðarleikstjóri: Harpa Elísa Þórsdóttir