Grafir og bein með engu kjöti á 22. mars 2018 12:30 Það er töggur í nýju Löru en hvorki sagan né hasarinn rís upp úr meðalmennskunni. Frá upphafi tölvuleikja hafa fá nöfn grafið sig jafn djúpt í kúltúrinn og Lara Croft; grafræninginn sem frá upprunalegri sköpun sinni hefur eflaust skotið ófáum táningum hraðar á kynþroskaaldurinn. Það hlaut því að vera tímaspursmál hvenær Lara fengi endurkomu á hvíta tjaldið, sérstaklega eftir þær breytingar sem fígúran hefur tekið síðustu árin. Nú er komið að sænsku leikkonunni Aliciu Vikander til að gerast arftaki Angelinu Jolie, en Jolie rúllaði upp hlutverkinu í denn og smellpassaði í það. Verst er að báðar myndirnar með henni, þrátt fyrir að vera algjör börn síns tíma, voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Óheppilega er nýja Tomb Raider myndin ekki upp á marga fiska heldur. Enn og aftur fær titlaði grafræninginn að skína út frá geislun sterkrar leikkonu en hér er eins og hetjan sé stödd í langri stiklu fyrir næsta kafla. Áherslan að þessu sinni er uppskriftarbundin upphafssaga sem hvorki gefur aðalpersónunni bitastæða né trúverðuga persónuþróun. Sagan er á marga vegu flýtt og virðist eins og leikstjórinn Roar Uthaug (sem er þekktastur fyrir norsku stórslysamyndina Bølgen) nái að moða takmarkað miklu úr götóttu handriti, þrátt fyrir að lítið sé út á tæknilega vinnslu að setja eða tilþrif leikara.Breytt hetja fyrir nýja tíma Tilgangur þessarar Tomb Raider myndar virðist vera til þess eins að stilla upp nýjum myndabálki og haka við ákveðna þætti af tékklista. Söguþráðurinn er beinþunnur og fylgir lauslega eftir tölvuleiknum frá 2013, þeim sem „endurræsti“ seríuna sem og baksögu og ímynd Löru. Þessi hasarhetja hefur lengi verið séð sem eldklár og hugrakkur þjarkur en ítrekað hlotið harða gagnrýni fyrir óraunhæfa líkamsbyggingu, sem hefur áður verið sérstaklega til þess gerð að vera fantasíufóður fyrir táninga. Í dag er búið að breyta Löru úr barmastórri týpu í anda Indiana Jones og Doc Savage yfir í aðeins viðtengjanlegri og jarðbundnari fígúru, án þess að strípa það frá henni að vera bráðgáfaður spennufíkill með sérstaka hæfileika fyrir þrautalausnum, bogfimi og stökki. Þróunin er jákvæð en eftir stendur samt afþreyingarmynd í hálfgerðri tilvistarkrísu.Flottir leikarar í þunnum rullum Sem persóna er Lara Croft í túlkun Vikanders bæði skemmtileg og hálfbökuð. Leikkonan býr yfir heillandi karakter sem undirritaður styður heils hugar að fái að njóta sín betur í næsta kafla. Hvað þessa sögu varðar fáum við þó lítið að kynnast almennilega hennar persónu og við vitum aldrei nákvæmlega hvað hún er fær um fyrr en handritið galdrar fram hverja töfralausnina á eftir annarri. Það má segja segja að Justified-leikarinn Walton Goggins sé fæddur til þess að leika sveitta hrotta og hér gerir hann það sem hann getur við illmenni sem kemur beinustu leið af lagernum. Hann sýnir fáein merki um flóknari karakter sem handritið leyfir honum ekki að kafa nægilega ofan í. Dominic West er annars nokkuð bitastæður og hlýr sem faðir Löru. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem hann leikur föður Vikander, en þeirri rullu gegndi hann einnig í kvikmyndinni Testament of Youth. Aukasöguþráðurinn með kínversku stórstjörnunni Daniel Wu virðist ekki hafa miklu við heildina að bæta, þó Wu sé fínasta viðbót við myndina, en verra er samt hversu lítið Kristen Scott Thomas virðist lítið fá að gera annað en að skjóta upp kollinum annað slagið. Sjálfsagt er þetta gert til þess að tryggja það að myndin rétt svo nái að standast Bechdel-prófið. Ef til vill verður meira gert við hennar persónu í næstu mynd.Betur geymd fyrir litla skjáinn Myndin fær prik fyrir ágætlega gerðan hasar sem er því miður óeftirminnilegur fyrir allan peninginn. Umfangið og heildarútlitið er sömuleiðis merkilega ódýrt miðað við möguleika og sér maður orðið helmingi betri framleiðslugæði á myndum sem rata beint á Netflix, og væri í sjálfu sér lítil fyrirstaða fyrir því að nýja Tomb Raider hefði allt eins getað ratað á streymiveituna. Tomb Raider fellur í rauninni í þá gryfju að taka sig alltof alvarlega, sem veldur því að ýktari þættirnir í handritinu verða hallærislegri fyrir vikið. Það fúla er hversu léttilega þessi endurræsing gerir mann nostalgískan fyrir Jolie-myndunum. Hvorugar þeirra teljast til góðra kvikmynda, eða jafnvel skemmtilegra rusl-mynda ef út í það er farið, en þær voru ánægjulega yfirdrifnar og ruglaðar á tíðum, með meiri meðvitund og húmor, sem hefði hiklaust getað betrumbætt nýja módelið. Vonum að framhaldið leyfi sér að daðra aðeins meira við hið yfirdrifna, jafnvel hið yfirnáttúrulega, með meira fjöri en þetta.Niðurstaða: Það er töggur í nýju Löru en hvorki sagan né hasarinn rís upp úr meðalmennskunni. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Frá upphafi tölvuleikja hafa fá nöfn grafið sig jafn djúpt í kúltúrinn og Lara Croft; grafræninginn sem frá upprunalegri sköpun sinni hefur eflaust skotið ófáum táningum hraðar á kynþroskaaldurinn. Það hlaut því að vera tímaspursmál hvenær Lara fengi endurkomu á hvíta tjaldið, sérstaklega eftir þær breytingar sem fígúran hefur tekið síðustu árin. Nú er komið að sænsku leikkonunni Aliciu Vikander til að gerast arftaki Angelinu Jolie, en Jolie rúllaði upp hlutverkinu í denn og smellpassaði í það. Verst er að báðar myndirnar með henni, þrátt fyrir að vera algjör börn síns tíma, voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Óheppilega er nýja Tomb Raider myndin ekki upp á marga fiska heldur. Enn og aftur fær titlaði grafræninginn að skína út frá geislun sterkrar leikkonu en hér er eins og hetjan sé stödd í langri stiklu fyrir næsta kafla. Áherslan að þessu sinni er uppskriftarbundin upphafssaga sem hvorki gefur aðalpersónunni bitastæða né trúverðuga persónuþróun. Sagan er á marga vegu flýtt og virðist eins og leikstjórinn Roar Uthaug (sem er þekktastur fyrir norsku stórslysamyndina Bølgen) nái að moða takmarkað miklu úr götóttu handriti, þrátt fyrir að lítið sé út á tæknilega vinnslu að setja eða tilþrif leikara.Breytt hetja fyrir nýja tíma Tilgangur þessarar Tomb Raider myndar virðist vera til þess eins að stilla upp nýjum myndabálki og haka við ákveðna þætti af tékklista. Söguþráðurinn er beinþunnur og fylgir lauslega eftir tölvuleiknum frá 2013, þeim sem „endurræsti“ seríuna sem og baksögu og ímynd Löru. Þessi hasarhetja hefur lengi verið séð sem eldklár og hugrakkur þjarkur en ítrekað hlotið harða gagnrýni fyrir óraunhæfa líkamsbyggingu, sem hefur áður verið sérstaklega til þess gerð að vera fantasíufóður fyrir táninga. Í dag er búið að breyta Löru úr barmastórri týpu í anda Indiana Jones og Doc Savage yfir í aðeins viðtengjanlegri og jarðbundnari fígúru, án þess að strípa það frá henni að vera bráðgáfaður spennufíkill með sérstaka hæfileika fyrir þrautalausnum, bogfimi og stökki. Þróunin er jákvæð en eftir stendur samt afþreyingarmynd í hálfgerðri tilvistarkrísu.Flottir leikarar í þunnum rullum Sem persóna er Lara Croft í túlkun Vikanders bæði skemmtileg og hálfbökuð. Leikkonan býr yfir heillandi karakter sem undirritaður styður heils hugar að fái að njóta sín betur í næsta kafla. Hvað þessa sögu varðar fáum við þó lítið að kynnast almennilega hennar persónu og við vitum aldrei nákvæmlega hvað hún er fær um fyrr en handritið galdrar fram hverja töfralausnina á eftir annarri. Það má segja segja að Justified-leikarinn Walton Goggins sé fæddur til þess að leika sveitta hrotta og hér gerir hann það sem hann getur við illmenni sem kemur beinustu leið af lagernum. Hann sýnir fáein merki um flóknari karakter sem handritið leyfir honum ekki að kafa nægilega ofan í. Dominic West er annars nokkuð bitastæður og hlýr sem faðir Löru. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem hann leikur föður Vikander, en þeirri rullu gegndi hann einnig í kvikmyndinni Testament of Youth. Aukasöguþráðurinn með kínversku stórstjörnunni Daniel Wu virðist ekki hafa miklu við heildina að bæta, þó Wu sé fínasta viðbót við myndina, en verra er samt hversu lítið Kristen Scott Thomas virðist lítið fá að gera annað en að skjóta upp kollinum annað slagið. Sjálfsagt er þetta gert til þess að tryggja það að myndin rétt svo nái að standast Bechdel-prófið. Ef til vill verður meira gert við hennar persónu í næstu mynd.Betur geymd fyrir litla skjáinn Myndin fær prik fyrir ágætlega gerðan hasar sem er því miður óeftirminnilegur fyrir allan peninginn. Umfangið og heildarútlitið er sömuleiðis merkilega ódýrt miðað við möguleika og sér maður orðið helmingi betri framleiðslugæði á myndum sem rata beint á Netflix, og væri í sjálfu sér lítil fyrirstaða fyrir því að nýja Tomb Raider hefði allt eins getað ratað á streymiveituna. Tomb Raider fellur í rauninni í þá gryfju að taka sig alltof alvarlega, sem veldur því að ýktari þættirnir í handritinu verða hallærislegri fyrir vikið. Það fúla er hversu léttilega þessi endurræsing gerir mann nostalgískan fyrir Jolie-myndunum. Hvorugar þeirra teljast til góðra kvikmynda, eða jafnvel skemmtilegra rusl-mynda ef út í það er farið, en þær voru ánægjulega yfirdrifnar og ruglaðar á tíðum, með meiri meðvitund og húmor, sem hefði hiklaust getað betrumbætt nýja módelið. Vonum að framhaldið leyfi sér að daðra aðeins meira við hið yfirdrifna, jafnvel hið yfirnáttúrulega, með meira fjöri en þetta.Niðurstaða: Það er töggur í nýju Löru en hvorki sagan né hasarinn rís upp úr meðalmennskunni.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira