Golf

Ólafía þarf að bíða eftir að hafa endað á parinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Væntalega leiðinlegt að þurfa að bíða eins og Ólafía núna.
Væntalega leiðinlegt að þurfa að bíða eins og Ólafía núna. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í ágætum málum eftir annan hringinn á Kia Classic mótinu. Ólafía spilaði á einu höggi undir pari í dag og bíður nú frétta hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía byrjaði með látum og fékk strax flug. Hún fékk svo skolla á þrettánda holu en fékk svo sjö pör í röð. Hún fékk svo aftur fugl á þriðju holunni og endaði hringinn á sex pörum.

Hinn fínasti hringur hjá Ólafíu. Hún er í 71. sæti á samtals parinu eftir hringina tvo en ekki eru allir kylfingarnir komnir inn eftir hring númer tvö. Útlitið er þó þokkalega gott fyrir Ólafíu.

Ólafía bíður nú spennt eftir því að vita hvort að hún komist í gegnum niðurskurðinn eða ekki en fréttin verður uppfærð þegar nýjustu tölur berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×