Guðfaðir fönksins spilar á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2018 15:00 George Clinton á tónleikum. vísir/getty George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. Það er komið að þriðju tilkynningu Secret Solstice og meðal þeirra sem bætast við er sjálfur guðfaðir fönksins, George Clinton, sem kemur fram ásamt hljómsveitum sínum Parliament og Funkadelics. Það þarf vart að kynna hann fyrir Fönk áhugamönnum en hann hefur á löngum ferli gefið út fjölmargar plötur sem velflestar komast á lista yfir bestu fönk plötur allra tíma. Þekktasta lagið hans er líklega Parliament lagið Give up the funk ásamt laginu Can you get to that.Það er 25 manna hljómsveit sem fylgir Clinton á þessu líklega síðasta tónleikaferðalagi hans og því er óhætt að lofa sannkallaðri fönk veislu í Laugardalnum þegar Clinton ásamt sínu föruneyti stíga á svið. Fyrir dansþyrsta gesti bætist við þýska tvíeykið Kollektiv Turmstrasse en skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ósjaldan síðastliðin ár verið beðnir um að bóka þá á hátíðina. Þeir hafa átt ófáa smelli en sennilega ber þar hæst Sorry I'm Late. Alls eru það 39 atriði sem bætast við í þessari þriðju tilkynningu og meðal annarra sem bætast við eru Gus Gus dj set, Gísli Pálmi, Birgir Hákon, Logi Pedro, Sturla Atlas, Valby Bræður og For a Minor Reflection. Þessir listamenn bætast í frábæran hóp hljómsveita og listamanna sem þegar er búið að kynna, þar á meðal eru: Slayer, Gucci Mane, Stormzy, Bonnie Tyler, Clean Bandit, Death From Above, Steve Aoki, Jet Black Joe, 6lack, Goldink, J Hus, Charlotte de Witte, Skream, A-Trak, Masego, IAMDBB og Högna. Þess má geta að Stormzy vann nýlega Brit verðlaunin fyrir bæði plötu ársins og karlkyns listamann ársins og skaut þar ekki ómerkari manni en Ed Sheeran ref fyrir rass. Þá er einnig orðið ljóst að einu tónleikar Slayer í Evrópu í sumar verða í Laugardalnum þann 23. júní. Það eru alls 112 mismunandi atriði sem búið er að kynna fyrir hátíðina í sumar og óhætt að fullyrða að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af þessum eru 50 erlendir aðilar og með fylgja 62 frábærir íslenskir listamenn og hljómsveitir. Þeir íslensku listamenn sem bætast við í dag eru: DJ Andrea Jóns Aron Can Birgir Hákon Birnir Carla Rosemary CasaNova Cosmic Bullshit DJ Frímann DJ Karítas Fever Dream Flóni For A Minor Reflection Gísli Pálmi Godchilla GusGus (DJ set) Helgi B X Igna Huginn Joey Christ Logi Pedro Mighty Bear Mike The Jacket Reykjavíkurdætur Skaði Stuðmenn Sturla Atlas Sura Sweaty Records Una Stef Valby Bræður Valdimar Young Karin Secret Solstice Mest lesið „Ekki gera mér þetta“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
George Clinton ásamt Parliament-Funkadelics, Kollektiv Turmstrasse, Stuðmenn, Gus Gus, Aron Can, Reykjavíkurdætur, Valdimar, Flóni, Birnir og Joey Christ ásamt fleirum bætast við í þriðju tilkynningu Secret Solstice hátíðarinnar. Það er komið að þriðju tilkynningu Secret Solstice og meðal þeirra sem bætast við er sjálfur guðfaðir fönksins, George Clinton, sem kemur fram ásamt hljómsveitum sínum Parliament og Funkadelics. Það þarf vart að kynna hann fyrir Fönk áhugamönnum en hann hefur á löngum ferli gefið út fjölmargar plötur sem velflestar komast á lista yfir bestu fönk plötur allra tíma. Þekktasta lagið hans er líklega Parliament lagið Give up the funk ásamt laginu Can you get to that.Það er 25 manna hljómsveit sem fylgir Clinton á þessu líklega síðasta tónleikaferðalagi hans og því er óhætt að lofa sannkallaðri fönk veislu í Laugardalnum þegar Clinton ásamt sínu föruneyti stíga á svið. Fyrir dansþyrsta gesti bætist við þýska tvíeykið Kollektiv Turmstrasse en skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ósjaldan síðastliðin ár verið beðnir um að bóka þá á hátíðina. Þeir hafa átt ófáa smelli en sennilega ber þar hæst Sorry I'm Late. Alls eru það 39 atriði sem bætast við í þessari þriðju tilkynningu og meðal annarra sem bætast við eru Gus Gus dj set, Gísli Pálmi, Birgir Hákon, Logi Pedro, Sturla Atlas, Valby Bræður og For a Minor Reflection. Þessir listamenn bætast í frábæran hóp hljómsveita og listamanna sem þegar er búið að kynna, þar á meðal eru: Slayer, Gucci Mane, Stormzy, Bonnie Tyler, Clean Bandit, Death From Above, Steve Aoki, Jet Black Joe, 6lack, Goldink, J Hus, Charlotte de Witte, Skream, A-Trak, Masego, IAMDBB og Högna. Þess má geta að Stormzy vann nýlega Brit verðlaunin fyrir bæði plötu ársins og karlkyns listamann ársins og skaut þar ekki ómerkari manni en Ed Sheeran ref fyrir rass. Þá er einnig orðið ljóst að einu tónleikar Slayer í Evrópu í sumar verða í Laugardalnum þann 23. júní. Það eru alls 112 mismunandi atriði sem búið er að kynna fyrir hátíðina í sumar og óhætt að fullyrða að það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af þessum eru 50 erlendir aðilar og með fylgja 62 frábærir íslenskir listamenn og hljómsveitir. Þeir íslensku listamenn sem bætast við í dag eru: DJ Andrea Jóns Aron Can Birgir Hákon Birnir Carla Rosemary CasaNova Cosmic Bullshit DJ Frímann DJ Karítas Fever Dream Flóni For A Minor Reflection Gísli Pálmi Godchilla GusGus (DJ set) Helgi B X Igna Huginn Joey Christ Logi Pedro Mighty Bear Mike The Jacket Reykjavíkurdætur Skaði Stuðmenn Sturla Atlas Sura Sweaty Records Una Stef Valby Bræður Valdimar Young Karin
Secret Solstice Mest lesið „Ekki gera mér þetta“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira