Þeir Tryggvi og Óli í GameTíví gripu í leikinn Fortnite og fóru yfir hvað þessi gífurlega vinsæli leikur hefur upp á að bjóða. Tryggvi tók einn leik og lenti fyrir slysni í fjögurra manna liði. En með miklum stuðningi Óla og mis-góðri hjálp stóð hann sig ágætlega-ish. Miðað við að fyrsta markmið hans var að lifa í mínútu.
Fortnite hefur notið gífurlegra vinsæla að undanförnu og er sá leikur sem er með mest áhorf á Twitch. Innslag þeirra Óla og Tryggva má sjá hér að neðan.