Tónlist

Danny Brown heldur upp á afmælið á Sónar Reykjavík

Danny Brown vekur jafnan athygli fyrir villtan fatastíl.
Danny Brown vekur jafnan athygli fyrir villtan fatastíl.
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hefst í Hörpu í kvöld. Hátíðin fer fram á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb.

Í kvöld koma meðal annarra fram GusGus sem frumflytja á sviði efni af nýjustu plötu sinni Lies are more flexible. Einnig mun Joey Cyper slá upp í heljarinnar veislu með The Joey Christ Show þar sem von er á góðum gestum meðal annars Birni, Krabba Mane og Lexa Picasso. Auk fyrrnendra stíga einnig á svið Cyber, Blissful, Bríet, Bad Gyal, TOKiMONSTA, Kode9 auk fleiri.

Einnig mun Detroit rapparinn Danny Brown koma fram í kvöld. Danny Brown hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár og vekur jafnan athygli fyrir villtan fatastíl, einstaka rödd og flæði. Þess má einnig geta að Brown á einmitt afmæli í dag. Hann heldur því upp á 37 ára afmælið á Íslandi og fagnar kvöldinu í góðum hópi gesta Sónar Reykjavíkur í Silfurbergi í kvöld.

Í tilkynningu frá forsvarsmönnun Sónar Reykjavík segir að aldrei áður hafa fleiri erlendir gestir keypt sér miða á hátíðina. Áhugi á hátíðinni, og þeim íslensku listamönnum sem þar koma fram, hefur aukist mikið undanfarin misseri og var hátíðin nýlega valin með bestu tónlistarhátíðum Evrópu af Time Out og með bestu hátíðum heims til að skemmta sér af The Guardian. Observer og Metro í Bretlandi talar um hátíðina sem einn af “heitustu” stöðum álfunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.