Aldrei færri horft á Óskarinn í sjónvarpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 23:44 Mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro með Óskarsstytturnar sínar tvær sem hann hlaut fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn. vísir/getty Aldrei hafa færri sjónvarpsáhorfendur horft á Óskarsverðlaunin í sjónvarpi heldur en í ár. 26,5 milljónir manna horfðu á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpi í Bandaríkjunum en inni í þeirri tölu eru ekki þeir sem horfðu á útsendinguna í gegnum netið í tölvu, spjaldtölvu eða síma. Fyrirtækið Nielsen tekur tölurnar saman fyrir ABC sem sýnir beint frá Óskarnum. Fækkun sjónvarpsáhorfenda milli ára nemur 20 prósentum að því er fram kemur í frétt AP þar sem um 33 milljónir bandarískra áhorfenda sáu Óskarinn í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem áhorfstölurnar fara niður fyrir 30 milljónir en Nielsen hefur mælt áhorfið á Óskarinn í Bandaríkjunum síðan árið 1974. Aðeins eru fjögur ár frá því að 44 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á Óskarinn og áður höfðu fæstir horft árið 2008 þegar myndin No Country for Old Men vann verðlaunin sem besta myndin. Áhorfstölur Óskarsins eru oft tengdar við það hversu vinsælar stærstu myndir kvöldsins hafa verið í bandarískum kvikymyndahúsum. Þannig hefur besta myndin í ár, Shape of Water, aðeins halað inn 57,4 milljónum dollara í tekjur en flestir horfðu á Óskarsverðlaunin í sjónvarpi árið 1998 þegar Titanic var valin besta myndin. Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. 5. mars 2018 22:15 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aldrei hafa færri sjónvarpsáhorfendur horft á Óskarsverðlaunin í sjónvarpi heldur en í ár. 26,5 milljónir manna horfðu á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpi í Bandaríkjunum en inni í þeirri tölu eru ekki þeir sem horfðu á útsendinguna í gegnum netið í tölvu, spjaldtölvu eða síma. Fyrirtækið Nielsen tekur tölurnar saman fyrir ABC sem sýnir beint frá Óskarnum. Fækkun sjónvarpsáhorfenda milli ára nemur 20 prósentum að því er fram kemur í frétt AP þar sem um 33 milljónir bandarískra áhorfenda sáu Óskarinn í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem áhorfstölurnar fara niður fyrir 30 milljónir en Nielsen hefur mælt áhorfið á Óskarinn í Bandaríkjunum síðan árið 1974. Aðeins eru fjögur ár frá því að 44 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á Óskarinn og áður höfðu fæstir horft árið 2008 þegar myndin No Country for Old Men vann verðlaunin sem besta myndin. Áhorfstölur Óskarsins eru oft tengdar við það hversu vinsælar stærstu myndir kvöldsins hafa verið í bandarískum kvikymyndahúsum. Þannig hefur besta myndin í ár, Shape of Water, aðeins halað inn 57,4 milljónum dollara í tekjur en flestir horfðu á Óskarsverðlaunin í sjónvarpi árið 1998 þegar Titanic var valin besta myndin.
Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. 5. mars 2018 22:15 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00
Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. 5. mars 2018 22:15
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15