Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 81-63 | Haukar fóru á toppinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 21:45 Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka. vísir/ernir Haukar tylltu sér á topp Domino’s deildar kvenna í körfubolta með öruggum sigri á Keflavík á Ásvöllum í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af en Haukar tóku forystuna í öðrum leikhluta og létu hana í raun aldrei frá sér aftur. Leikurinn var frekar atkvæðalítill framan af, bæði lið voru að spila sinn leik og lítið um stopp. Heimakonur náðu að vinna sér upp tíu stiga mun og héldu honum út lengi vel. Það var ekki fyrr en seinni hluta þriðja fjórðungsins sem þær stigu á bensíngjöfina og náðu upp tuttugu stiga forystu. Þá voru úrslitin formlega ráðin því Keflavíkurkonur hefðu þurft að gjörbreyta leik sínum ætluðu þær sér að ná endurkomu. Það gerðist hins vegar ekki, lokatölur urðu 81-63 fyrir Hauka.Afhverju unnu Haukar? Þær spiluðu mun betur sem heild. Stigaskorið dreifðist mun betur og var liðsbragur á liðinu á meðan Brittany Dinkins var í raun Keflavíkurliðið, lítið kom frá öðrum leikmönnum. Eftir jafnan fyrsta leikhluta þá var sigur Hauka í raun ekki í hættu frá því þær náðu að koma forystunni upp í tíu stigin. Munurinn var í kringum tíu stigin lengi vel, allar aðgerðir annars liðsins fljótt jafnaðar út aftur af hinu liðinu og Keflavík var aldrei líklegt til þess að klóra sig aftur inn í leikinn.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti magnaðan leik í liði Hauka eins og svo oft áður. Hún skoraði 27 stig og tók 16 fráköst . Keflavíkurkonur réðu ekkert við hana og svo var Whitney Frazier einnig mjög sterk með 25 stig. Hjá Keflavík skoraði Brittany Dinkins um helming stiga liðsins, 31 af 63 stigum. Það segir í raun það sem segja þarf. Engin önnur var neitt áberandi og var Brittany sú eina sem mætti til leiks fyrir Keflavík.Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá gekk í raun allt illa hjá flestum leikmönnum Keflavíkur. Þær voru ekki að ná að skora neitt af ráði og það vantaði allan anda og baráttu í liðið. Drungan úr leiknum munaði ekki nema um 10 stigum, sem er ekki mikið í körfubolta, en Keflavík sýndi engan vilja til þess að sækja sigurinn.Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst á laugardaginn. Þá verður grannaslagur á Suðurnesjunum, Keflvíkingar fá Njarðvík í heimsókn. Haukar spila svo á sunnudaginn þegar þær fara í Borgarnes og mæta Skallagrími.Ingvar: Frábær liðssigur „Rosalega sáttur. Keflavík er frábært lið og ég er virkilega ánægður hversu vel við spiluðum hér í kvöld,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Munurinn var lengi í 10, 12 stigum. Svo stigum við aðeins á bensíngjöfina og komum þessu yfir 20 stig. Ofboðslega sterkur liðssigur hjá okkur, tókum 20 fleiri fráköst heldur en þær og erum með yfir 30 stoðsendingar.“ Keflavík er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari, bjóst Ingvar við þeim grimmari til leiks? „Já, klárlega. Þær eru búnar að vera með sitt lið í landsliðspásunni, það var engin frá þeim sem gaf kost á sér, þannig að ég bjóst við því að þær kæmu dýrvitlausar. En ég er fyrst og fremst ánægður með baráttuna og sigurviljann hjá mínum stelpum.“ Sigurinn í dag var níundi deildarsigur Hauka í röð. Ingvar vildi þó ekki fara of geyst í yfirlýsingarnar og sagðist aðeins taka einn dag í einu, sannkallað þjálfarasvar. „Það eru enn eftir 8 leikir af deildarkeppninni og svo tekur við hraðmót, fyrsta liðið til þess að vinna sex leiki, svo við sjáum til,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson.Sverrir: Var bara mjög dapurt „Við vorum á hælunum mest allan leikinn og það vantaði upp á baráttu og kraft,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn aðspurður hvað fór úrskeiðis. „Þetta var bara mjög dapurt.“ „Haukarnir voru miklu betri. Það segir ýmislegt að við tókum ekki eitt sóknarfrákast á fyrstu 30 mínútunum. Allt of margar hræddar við að taka af skarið og það endaði með því að Brittany þurfti að reyna allt of mikið upp á eigin spýtur.“ „Við vinnum ekki leiki ef að við spilum svona og stelpurnar vita það sjálfar að við getum miklu betur en þetta.“ Það var lítið um villur í leiknum, samtals voru liðin aðeins með 19 villur. Sverrir sagði það útskýrast af andleysi. „Mér fannst vera baráttuleysi í okkur og það er ömurlegt. Ef við hefðum tapað og ég hefði horft á liðið mitt á fullu allan tímann þá hefði ég bara tekið því. En ég veit að við getum miklu betur og það er drullu svekkjandi að hafa ekki gefið Haukum erfiðari leik,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Helena: Eigum bullandi séns í öll lið „Gott að ná í sigur. Við erum búnar að vera í landsliðspásu svo við erum ekki búnar að ná að æfa nógu mikið saman þannig að það var flott að sækja sigur,“ sagði Helena Sverrisdóttir sem enn einu sinni átti stórleik í liði Hauka. „Flott að halda þeim í 63 stigum.“ „Mér finnst við vera með það sterkt lið að ef við mætum tilbúnar til leiks eigum við bullandi séns í allt,“ sagði Helena aðspurð hvort hún hafi búist við Keflavík sterkari í kvöld. „Ég var smá smeyk því við vorum ekki búnar að ná nógu miklum undirbúning en mér fannst við koma frábærlega.“ „Við spiluðum fína vörn og svo gátum við hlaupið á þær. Þær eru fljótar fram en kannski ekki eins fljótar aftur, allavega ekki í kvöld, þannig að við náðum auðveldum körfum og þá opnast völlurinn þægilega,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Dominos-deild kvenna
Haukar tylltu sér á topp Domino’s deildar kvenna í körfubolta með öruggum sigri á Keflavík á Ásvöllum í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af en Haukar tóku forystuna í öðrum leikhluta og létu hana í raun aldrei frá sér aftur. Leikurinn var frekar atkvæðalítill framan af, bæði lið voru að spila sinn leik og lítið um stopp. Heimakonur náðu að vinna sér upp tíu stiga mun og héldu honum út lengi vel. Það var ekki fyrr en seinni hluta þriðja fjórðungsins sem þær stigu á bensíngjöfina og náðu upp tuttugu stiga forystu. Þá voru úrslitin formlega ráðin því Keflavíkurkonur hefðu þurft að gjörbreyta leik sínum ætluðu þær sér að ná endurkomu. Það gerðist hins vegar ekki, lokatölur urðu 81-63 fyrir Hauka.Afhverju unnu Haukar? Þær spiluðu mun betur sem heild. Stigaskorið dreifðist mun betur og var liðsbragur á liðinu á meðan Brittany Dinkins var í raun Keflavíkurliðið, lítið kom frá öðrum leikmönnum. Eftir jafnan fyrsta leikhluta þá var sigur Hauka í raun ekki í hættu frá því þær náðu að koma forystunni upp í tíu stigin. Munurinn var í kringum tíu stigin lengi vel, allar aðgerðir annars liðsins fljótt jafnaðar út aftur af hinu liðinu og Keflavík var aldrei líklegt til þess að klóra sig aftur inn í leikinn.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti magnaðan leik í liði Hauka eins og svo oft áður. Hún skoraði 27 stig og tók 16 fráköst . Keflavíkurkonur réðu ekkert við hana og svo var Whitney Frazier einnig mjög sterk með 25 stig. Hjá Keflavík skoraði Brittany Dinkins um helming stiga liðsins, 31 af 63 stigum. Það segir í raun það sem segja þarf. Engin önnur var neitt áberandi og var Brittany sú eina sem mætti til leiks fyrir Keflavík.Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá gekk í raun allt illa hjá flestum leikmönnum Keflavíkur. Þær voru ekki að ná að skora neitt af ráði og það vantaði allan anda og baráttu í liðið. Drungan úr leiknum munaði ekki nema um 10 stigum, sem er ekki mikið í körfubolta, en Keflavík sýndi engan vilja til þess að sækja sigurinn.Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst á laugardaginn. Þá verður grannaslagur á Suðurnesjunum, Keflvíkingar fá Njarðvík í heimsókn. Haukar spila svo á sunnudaginn þegar þær fara í Borgarnes og mæta Skallagrími.Ingvar: Frábær liðssigur „Rosalega sáttur. Keflavík er frábært lið og ég er virkilega ánægður hversu vel við spiluðum hér í kvöld,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Munurinn var lengi í 10, 12 stigum. Svo stigum við aðeins á bensíngjöfina og komum þessu yfir 20 stig. Ofboðslega sterkur liðssigur hjá okkur, tókum 20 fleiri fráköst heldur en þær og erum með yfir 30 stoðsendingar.“ Keflavík er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari, bjóst Ingvar við þeim grimmari til leiks? „Já, klárlega. Þær eru búnar að vera með sitt lið í landsliðspásunni, það var engin frá þeim sem gaf kost á sér, þannig að ég bjóst við því að þær kæmu dýrvitlausar. En ég er fyrst og fremst ánægður með baráttuna og sigurviljann hjá mínum stelpum.“ Sigurinn í dag var níundi deildarsigur Hauka í röð. Ingvar vildi þó ekki fara of geyst í yfirlýsingarnar og sagðist aðeins taka einn dag í einu, sannkallað þjálfarasvar. „Það eru enn eftir 8 leikir af deildarkeppninni og svo tekur við hraðmót, fyrsta liðið til þess að vinna sex leiki, svo við sjáum til,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson.Sverrir: Var bara mjög dapurt „Við vorum á hælunum mest allan leikinn og það vantaði upp á baráttu og kraft,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn aðspurður hvað fór úrskeiðis. „Þetta var bara mjög dapurt.“ „Haukarnir voru miklu betri. Það segir ýmislegt að við tókum ekki eitt sóknarfrákast á fyrstu 30 mínútunum. Allt of margar hræddar við að taka af skarið og það endaði með því að Brittany þurfti að reyna allt of mikið upp á eigin spýtur.“ „Við vinnum ekki leiki ef að við spilum svona og stelpurnar vita það sjálfar að við getum miklu betur en þetta.“ Það var lítið um villur í leiknum, samtals voru liðin aðeins með 19 villur. Sverrir sagði það útskýrast af andleysi. „Mér fannst vera baráttuleysi í okkur og það er ömurlegt. Ef við hefðum tapað og ég hefði horft á liðið mitt á fullu allan tímann þá hefði ég bara tekið því. En ég veit að við getum miklu betur og það er drullu svekkjandi að hafa ekki gefið Haukum erfiðari leik,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Helena: Eigum bullandi séns í öll lið „Gott að ná í sigur. Við erum búnar að vera í landsliðspásu svo við erum ekki búnar að ná að æfa nógu mikið saman þannig að það var flott að sækja sigur,“ sagði Helena Sverrisdóttir sem enn einu sinni átti stórleik í liði Hauka. „Flott að halda þeim í 63 stigum.“ „Mér finnst við vera með það sterkt lið að ef við mætum tilbúnar til leiks eigum við bullandi séns í allt,“ sagði Helena aðspurð hvort hún hafi búist við Keflavík sterkari í kvöld. „Ég var smá smeyk því við vorum ekki búnar að ná nógu miklum undirbúning en mér fannst við koma frábærlega.“ „Við spiluðum fína vörn og svo gátum við hlaupið á þær. Þær eru fljótar fram en kannski ekki eins fljótar aftur, allavega ekki í kvöld, þannig að við náðum auðveldum körfum og þá opnast völlurinn þægilega,“ sagði Helena Sverrisdóttir.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum