Stormzy stjarna Brit-verðlaunanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 23:50 Stormzy var eðlilega skælbrosandi með verðlaunin sín í kvöld. vísir/getty Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira