Tónlist

Aron Hannes frumsýnir nýtt myndband við lagið Gold Digger

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aron Hannes keppir í úrslitum Söngvakeppninnar sem fara fram í Laugardalshöll á Laugardag.
Aron Hannes keppir í úrslitum Söngvakeppninnar sem fara fram í Laugardalshöll á Laugardag. Skjáskot
Aron Hannes frumsýndi myndband við lagið Gold Digger í Laugarásbíói fyrir fullu húsi í dag. Aron Hannes flytur lagið í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Höfundar lags og texta eru Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson, Oskar Nyman og Valgeir Magnússon.

„Það var æðislegt að vera í salnum og finna fyrir viðbrögðum fólks við myndbandinu. En þetta var ákveðið áhættuatriði fyrir mig því ég hafði sjálfur ekki séð neitt frá því ég lék í því. Ég vildi bara láta koma mér á óvart eins og öllum öðrum í salnum. Guðný og stelpurnar hjá Andvara eru greinilega geggjaðar í því sem þær gera og við eigum vonandi eftir að vinna saman aftur,“ segir Aron Hannes um nýja myndbandið.

„Þetta myndband hefur allt, það er mikill húmor, frábær dansatriði hjá Brynjari og Luies, hraðar og flotta klippingar og hundinn Burton sem stóð sig frábærlega. Ég hef aldrei áður haldið á hárlausum kínverskum faxhundi. En hann stóð sig frábærlega.“

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan:


Tengdar fréttir

Aron Hannes, Áttan og Dagur áfram í úrslit

Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.