Tónlist

Fjórtán ára gamalt myndband af rímnastríði milli Dóra DNA og Helga Sæmundar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt einvígi.
Rosalegt einvígi.
Hér á árum áður voru rímnastríð mjög vinsæl en slíkt stríð gengur út á að tveir rapparar mætast á sviðinu og „battle-a“ með rappvísum sem eru eins konar spuni.

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var án efa konungur rímastríðanna hér á árum áður. Árið 2004 mætti hann Helga Sæmundi Guðmundssyni, oft kenndum við sveitina Úlfur Úlfur, í úrslitaeinvíginu og fór það fram á Gauki á Stöng.

Vísir hefur fengið upptöku af einvíginu senda og þegar svona efni er annars vegar er nauðsynlegt að rifja upp þessar keppnir.

Hér að neðan má sjá úrslitaeinvígi Dóra DNA og Helga Sæmundar í Rímnastríði 2004, en framlengja þurfti einvígið til að skera úr um sigurvegara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×