Sony biðst afsökunar á umdeildu atriði í mynd um Pétur kanínu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 16:14 Margir kannast eflaust við Pétur kanínu úr barnabókum Beatrix Potter. Skjáskot Framleiðendur nýrrar teiknimyndar um ævintýri Péturs kanínu hafa gefið frá sér opinbera afsökunarbeiðni vegna atriðis í myndarinnar sem þykir gera lítið úr fæðuofnæmi. Myndin er byggð á Sögunni um Pétur kanínu eftir Beatrix Potter þar sem Pétur og vinir hans heyja harða baráttu gegn bóndanum Tom McGregor. Í atriðinu umdeilda ráðast Pétur og félagar á McGregor vopnaðir ýmsum berjum, ávöxtum og grænmeti, meðal annars brómberjum. Eitt berjanna fer upp í McGregor og fær hann í kjölfarið ofnæmiskast Atriðið vakti harkaleg viðbrögð ýmissa hagsmunasamtaka og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 10 þúsund manns lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sony, sem framleiddi myndina, biðjist afsökunar. „Brandarar um fæðuofnæmi eru skaðlegir samfélaginu okkar,“ sagði í viðvörun frá samtökum barna með fæðuofnæmi, dótturfélagi astma- og ofnæmissamtaka bandaríkjanna. „Í ofnæmiskasti þurfa sjúklingar lyfið epinephrine til að bjarga lífi sínu og þurfa að fara á næsta sjúkrahús í eftirfylgni. Sá raunverulegi ótti og kvíði sem fólk upplifir í ofnæmiskasti er alvarlegt mál.“ Sony Pictures sendi svo frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem það hefði verið rangt að halda atriðinu í myndinni, jafnvel þó að um teiknimynd og grín væri að ræða. „Við hörmum það mjög að hafa ekki verið meðvitaðri um þetta málefni og við biðjum stinnilega afsökunar,“ sagði í yfirlýsingunni. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framleiðendur nýrrar teiknimyndar um ævintýri Péturs kanínu hafa gefið frá sér opinbera afsökunarbeiðni vegna atriðis í myndarinnar sem þykir gera lítið úr fæðuofnæmi. Myndin er byggð á Sögunni um Pétur kanínu eftir Beatrix Potter þar sem Pétur og vinir hans heyja harða baráttu gegn bóndanum Tom McGregor. Í atriðinu umdeilda ráðast Pétur og félagar á McGregor vopnaðir ýmsum berjum, ávöxtum og grænmeti, meðal annars brómberjum. Eitt berjanna fer upp í McGregor og fær hann í kjölfarið ofnæmiskast Atriðið vakti harkaleg viðbrögð ýmissa hagsmunasamtaka og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 10 þúsund manns lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sony, sem framleiddi myndina, biðjist afsökunar. „Brandarar um fæðuofnæmi eru skaðlegir samfélaginu okkar,“ sagði í viðvörun frá samtökum barna með fæðuofnæmi, dótturfélagi astma- og ofnæmissamtaka bandaríkjanna. „Í ofnæmiskasti þurfa sjúklingar lyfið epinephrine til að bjarga lífi sínu og þurfa að fara á næsta sjúkrahús í eftirfylgni. Sá raunverulegi ótti og kvíði sem fólk upplifir í ofnæmiskasti er alvarlegt mál.“ Sony Pictures sendi svo frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem það hefði verið rangt að halda atriðinu í myndinni, jafnvel þó að um teiknimynd og grín væri að ræða. „Við hörmum það mjög að hafa ekki verið meðvitaðri um þetta málefni og við biðjum stinnilega afsökunar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein