Harley Davidson lokar verksmiðju vegna lélegrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 11:18 Harley Davidson V-Rod. Bandaríski mótorhjólaframleiðandinni Harley Davidson ætlar að loka verksmiðju sinni í Kansas og munu tapast við það 800 störf. Endanleg lokun verksmiðjunnar verður um haustið á næsta ári. Framleiðsla sú sem fer nú fram í verksmiðjunni í Kansas mun flytja í aðra verksmiðju Harley Davidson í New York ríki og skapast við það 450 ný störf. Sala Harley Davidson mótorhjóla hefur fallið öll síðustu 4 ár og minnkaði um 6,7% í fyrra og búist er við 4,9% samdrætti í ár. Hagnaður af rekstri Harley Davidson féll í 1,04 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og er fallið skart ef miðað er við hagnað á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar hann nam 5,9 milljörðum króna. Í Kansas hafa verið framleidd hjólin Dyna, Sportster og VRSC og vélarsmíði í V-Rod hjól Harley Davidson. Verksmiðjan í Kansas opnaði árið 1988 og er ein af fjórum verksmiðjum Harley Davidson í Bandaríkjunum. Harley er einnig með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi. Harley ætlar að snúa aftur við blaðinu með tilkomu rafmagnsmótorhjólsins LiveWire og á það að koma á markað eftir 18 mánuði. Vandi Harley Davidson er ekki síst tilkominn vegna hás gengis dollarans og erlendir mótorhjólaframleiðendur hafa því étið hressilega af markaði Harley á undanförnum árum. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent
Bandaríski mótorhjólaframleiðandinni Harley Davidson ætlar að loka verksmiðju sinni í Kansas og munu tapast við það 800 störf. Endanleg lokun verksmiðjunnar verður um haustið á næsta ári. Framleiðsla sú sem fer nú fram í verksmiðjunni í Kansas mun flytja í aðra verksmiðju Harley Davidson í New York ríki og skapast við það 450 ný störf. Sala Harley Davidson mótorhjóla hefur fallið öll síðustu 4 ár og minnkaði um 6,7% í fyrra og búist er við 4,9% samdrætti í ár. Hagnaður af rekstri Harley Davidson féll í 1,04 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og er fallið skart ef miðað er við hagnað á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar hann nam 5,9 milljörðum króna. Í Kansas hafa verið framleidd hjólin Dyna, Sportster og VRSC og vélarsmíði í V-Rod hjól Harley Davidson. Verksmiðjan í Kansas opnaði árið 1988 og er ein af fjórum verksmiðjum Harley Davidson í Bandaríkjunum. Harley er einnig með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi. Harley ætlar að snúa aftur við blaðinu með tilkomu rafmagnsmótorhjólsins LiveWire og á það að koma á markað eftir 18 mánuði. Vandi Harley Davidson er ekki síst tilkominn vegna hás gengis dollarans og erlendir mótorhjólaframleiðendur hafa því étið hressilega af markaði Harley á undanförnum árum.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent