Fiat Chrysler gert að innkalla 104.000 bíla vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2018 14:55 Jeep Grand Cherokee. Það er ekki bara Volkswagen sem kært hefur verið fyrir dísilvélasvindl því bandarísk yfirvöld hafa einnig ákært Fiat Chrysler fyrir samskonar svindl þar sem falinn hugbúnaður átti einnig í hlut. Að auki er Fiat Chrysler gert að innkalla 104.000 Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bíla með slíkan búnað og lagfæra þá. Voru þessir bílar framleiddir á árunum 2014 til 2016. Þá mun Fiat Chrysler einnig fá fjársekt fyrir svindlið og hefur fyrirtækið samþykkt að greiða sekt þó svo að ekki sé búið að ákveða upphæðinu enn sem komið er af ákæruvaldinu. Um samskonar meðferð er að ræða hjá ákæruvaldinu og í tilfelli Volkswagen og fær því þessi bílaframleiðandi í engu öðruvísi meðferð þó svo að stór hluti þess framleiði bíla í Bandaríkjunum undir bandarískum bílamerkjum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent
Það er ekki bara Volkswagen sem kært hefur verið fyrir dísilvélasvindl því bandarísk yfirvöld hafa einnig ákært Fiat Chrysler fyrir samskonar svindl þar sem falinn hugbúnaður átti einnig í hlut. Að auki er Fiat Chrysler gert að innkalla 104.000 Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bíla með slíkan búnað og lagfæra þá. Voru þessir bílar framleiddir á árunum 2014 til 2016. Þá mun Fiat Chrysler einnig fá fjársekt fyrir svindlið og hefur fyrirtækið samþykkt að greiða sekt þó svo að ekki sé búið að ákveða upphæðinu enn sem komið er af ákæruvaldinu. Um samskonar meðferð er að ræða hjá ákæruvaldinu og í tilfelli Volkswagen og fær því þessi bílaframleiðandi í engu öðruvísi meðferð þó svo að stór hluti þess framleiði bíla í Bandaríkjunum undir bandarískum bílamerkjum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent