Fiat Chrysler gert að innkalla 104.000 bíla vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2018 14:55 Jeep Grand Cherokee. Það er ekki bara Volkswagen sem kært hefur verið fyrir dísilvélasvindl því bandarísk yfirvöld hafa einnig ákært Fiat Chrysler fyrir samskonar svindl þar sem falinn hugbúnaður átti einnig í hlut. Að auki er Fiat Chrysler gert að innkalla 104.000 Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bíla með slíkan búnað og lagfæra þá. Voru þessir bílar framleiddir á árunum 2014 til 2016. Þá mun Fiat Chrysler einnig fá fjársekt fyrir svindlið og hefur fyrirtækið samþykkt að greiða sekt þó svo að ekki sé búið að ákveða upphæðinu enn sem komið er af ákæruvaldinu. Um samskonar meðferð er að ræða hjá ákæruvaldinu og í tilfelli Volkswagen og fær því þessi bílaframleiðandi í engu öðruvísi meðferð þó svo að stór hluti þess framleiði bíla í Bandaríkjunum undir bandarískum bílamerkjum. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Það er ekki bara Volkswagen sem kært hefur verið fyrir dísilvélasvindl því bandarísk yfirvöld hafa einnig ákært Fiat Chrysler fyrir samskonar svindl þar sem falinn hugbúnaður átti einnig í hlut. Að auki er Fiat Chrysler gert að innkalla 104.000 Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bíla með slíkan búnað og lagfæra þá. Voru þessir bílar framleiddir á árunum 2014 til 2016. Þá mun Fiat Chrysler einnig fá fjársekt fyrir svindlið og hefur fyrirtækið samþykkt að greiða sekt þó svo að ekki sé búið að ákveða upphæðinu enn sem komið er af ákæruvaldinu. Um samskonar meðferð er að ræða hjá ákæruvaldinu og í tilfelli Volkswagen og fær því þessi bílaframleiðandi í engu öðruvísi meðferð þó svo að stór hluti þess framleiði bíla í Bandaríkjunum undir bandarískum bílamerkjum.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent