BMW ætlar að ná Benz árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 10:45 Sala BMW í fyrra var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29 milljónir. Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent
Það svíður greinilega sárt í höfuðstöðvum BMW að sjá Mercedes Benz selja fleiri bíla en BMW annað árið í röð í fyrra og segja forsvarsmenn BMW að fyrirtækið ætli að selja fleiri bíla en Benz strax árið 2020. Það ætlar BMW að gera með kynningu á mörgum nýjum bílgerðum sem muni draga viðskiptavini aftur frá helstu keppinautum BMW. BMW var söluhæsti lúxusbílasali heimsins í 10 ár í röð en árið 2016 komst Mercedes Benz uppfyrir BMW í fjölda seldra bíla á árinu og endurtók leikinn með enn meiri mun í fyrra. Í fyrra náði BMW 4,4% vexti í sölu á milli ára, en Benz 9,9% söluaukningu. Sala BMW var 2,09 milljónir bíla en Benz 2,29. Það var helst gríðarleg aukning í sölu Benz bíla í Kína sem jók heildarsöluna svo mikið.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent