Rafrænir bílasamningar auðvelda kaupin Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 11:45 Frá afhendingu fyrsta bílsins sem var seldur með rafrænum bílasamningi Arion banka. „Ég bara gekk frá þessu í gegnum símann áður en ég fór á staðinn að sækja bílinn. Það gekk nú eiginlega fáránlega snuðrulaust fyrir sig,“ segir Hannes Hauksson sem varð fyrstur til að ganga frá fjármögnun á bílakaupum með nýrri tegund rafrænna bílasamninga sem eru hluti af Stafræn framtíð-verkefni Arion banka. „Ég átti nú ekki endilega von á því að þetta yrði svona einfalt. Ég var búinn að heyra að þetta væri glænýr möguleiki, sem ég yrði fyrstur til að nota, en það er ekki alltaf þannig að hlutirnir virka þegar á hólminn er kominn þó sérfræðingarnir séu búnir að prófa þá áður,“ segir Hannes og hlær, en hann fékk á föstudag afhentan glænýjan Hyundai Tucson. „Þar að auki er ég langt frá því að vera mikill app- eða tækninörd. Þetta ferli er hins vegar alveg aulahelt. Ef maður er með rafræn auðkenni er þetta beint af augum. Getur ekki verið einfaldara.“Var ekki einu sinni á staðnumÞað var Benedikt Emilsson, löggiltur bílasali hjá Hyundai á Íslandi, sem var Hannesi innan handar. „Þetta er mikil bylting fyrir okkur, engin spurning um það. Í þessu tilviki var viðskiptavinurinn ekki einu sinni á staðnum þegar við gengum frá fjármögnuninni.“ segir Benedikt og bætir við: „Þetta mun gera vinnu okkar bílasala miklu þægilegri. Að geta fengið svar á örfáum mínútum er ótrúleg mikil breyting og svo er þessi kostur opinn allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Áður var ekki hægt að fá svar um samþykkt fjármögnunar eftir klukkan 16 og um helgar ekki fyrr en næsta virka dag.“ Benedikt segir að ferlið sé afar einfalt. Þegar viðskiptavinurinn hefur fundið rétta bílinn fær hann send í símann sinn skilaboð, sem hann hann samþykkir með rafrænum auðkennum, og fer svo í gegnum nokkur þrep til að klára fjármögnunina. Þetta ferli er 100 prósent rafrænt og pappírslaust þar sem undirritað er með rafrænum skilríkjum. Ef þörf er á greiðslumati vegna umsóknarinnar er það innbyggt í kerfið og lokið á aðeins þremur mínútum gjaldfrjálst.Lengi markmið að einfalda bílafjármögnunSævar Bjarnason, forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka segir að það hafi lengi verið markmið Arion banka að finna leið til einfalda aðkomu viðskiptavina að bílafjármögnun hjá samstarfsaðilum bankans, sem eru bílaumboð og bílasalar notaðra bíla. „Við teljum okkur vera búin að finna þá leið með þessari tegund rafrænna bílasamninga og erum mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sævar. Þeir sem eru í bílahugleiðingum geta skoðað hvaða svigrúm þeir hafa og fjármögnunarmöguleika sína með reiknivél á vefsíðu Arion banka. Nýja kerfið nýtist jafnt viðskiptavinum Arion banka og þeim sem ekki hafa verið í viðskiptum við bankann áður. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
„Ég bara gekk frá þessu í gegnum símann áður en ég fór á staðinn að sækja bílinn. Það gekk nú eiginlega fáránlega snuðrulaust fyrir sig,“ segir Hannes Hauksson sem varð fyrstur til að ganga frá fjármögnun á bílakaupum með nýrri tegund rafrænna bílasamninga sem eru hluti af Stafræn framtíð-verkefni Arion banka. „Ég átti nú ekki endilega von á því að þetta yrði svona einfalt. Ég var búinn að heyra að þetta væri glænýr möguleiki, sem ég yrði fyrstur til að nota, en það er ekki alltaf þannig að hlutirnir virka þegar á hólminn er kominn þó sérfræðingarnir séu búnir að prófa þá áður,“ segir Hannes og hlær, en hann fékk á föstudag afhentan glænýjan Hyundai Tucson. „Þar að auki er ég langt frá því að vera mikill app- eða tækninörd. Þetta ferli er hins vegar alveg aulahelt. Ef maður er með rafræn auðkenni er þetta beint af augum. Getur ekki verið einfaldara.“Var ekki einu sinni á staðnumÞað var Benedikt Emilsson, löggiltur bílasali hjá Hyundai á Íslandi, sem var Hannesi innan handar. „Þetta er mikil bylting fyrir okkur, engin spurning um það. Í þessu tilviki var viðskiptavinurinn ekki einu sinni á staðnum þegar við gengum frá fjármögnuninni.“ segir Benedikt og bætir við: „Þetta mun gera vinnu okkar bílasala miklu þægilegri. Að geta fengið svar á örfáum mínútum er ótrúleg mikil breyting og svo er þessi kostur opinn allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Áður var ekki hægt að fá svar um samþykkt fjármögnunar eftir klukkan 16 og um helgar ekki fyrr en næsta virka dag.“ Benedikt segir að ferlið sé afar einfalt. Þegar viðskiptavinurinn hefur fundið rétta bílinn fær hann send í símann sinn skilaboð, sem hann hann samþykkir með rafrænum auðkennum, og fer svo í gegnum nokkur þrep til að klára fjármögnunina. Þetta ferli er 100 prósent rafrænt og pappírslaust þar sem undirritað er með rafrænum skilríkjum. Ef þörf er á greiðslumati vegna umsóknarinnar er það innbyggt í kerfið og lokið á aðeins þremur mínútum gjaldfrjálst.Lengi markmið að einfalda bílafjármögnunSævar Bjarnason, forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka segir að það hafi lengi verið markmið Arion banka að finna leið til einfalda aðkomu viðskiptavina að bílafjármögnun hjá samstarfsaðilum bankans, sem eru bílaumboð og bílasalar notaðra bíla. „Við teljum okkur vera búin að finna þá leið með þessari tegund rafrænna bílasamninga og erum mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sævar. Þeir sem eru í bílahugleiðingum geta skoðað hvaða svigrúm þeir hafa og fjármögnunarmöguleika sína með reiknivél á vefsíðu Arion banka. Nýja kerfið nýtist jafnt viðskiptavinum Arion banka og þeim sem ekki hafa verið í viðskiptum við bankann áður.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent