Game of Thrones og Star Wars í eina sæng Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 05:55 David Benioff og D.B. Weiss eru að mati Lucasfilm einhverjir bestu núlifandi handritshöfundar heims. Vísir/Getty Framleiðslufyrirtækið Lucasfilm tilkynnti í gær að David Benioff og D.B. Weiss, sem þekktastir eru fyrir sjónvarpsþáttaraðarútgáfuna af Game of Thrones, munu skrifa og framleiða nýjar myndir í Star Wars-myndabálkinum. Fram kemur á vef Entertainment Weekly að myndirnar verði ekki beint framhald af þeim myndum sem nú eru í framleiðslu eða teknar hafa verið til sýninga á síðustu árum, þ.e. Geimgengisbálknum eða The Last Jedi. Forstjóri Lucasfilm, Kathleen Kennedy, er hoppandi kát með ráðninguna enda eru þeir Benioff og Weiss að hennar mati einhverjir bestu handritshöfundar samtímans. Persónusköpun þeirra og geta þeirra til að teikna upp marglaga söguþræði muni án efa fara með Stjörnustríð á áður ókannaðar slóðir. Þeir Benioff og Weiss segjast sjálfir himinlifandi að hafa fengið þetta tækifæri. Þeir muni setjast við skriftir um leið og tökum á síðustu þáttaröð Krúnuleikanna lýkur, einhvern tímann í lok þess árs eða byrjun þess næsta. Hér að neðan má sjá stutt myndskeið sem Entertainment Weekly setti saman í tilefni ráðningarinnar. Game of Thrones Star Wars Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Lucasfilm tilkynnti í gær að David Benioff og D.B. Weiss, sem þekktastir eru fyrir sjónvarpsþáttaraðarútgáfuna af Game of Thrones, munu skrifa og framleiða nýjar myndir í Star Wars-myndabálkinum. Fram kemur á vef Entertainment Weekly að myndirnar verði ekki beint framhald af þeim myndum sem nú eru í framleiðslu eða teknar hafa verið til sýninga á síðustu árum, þ.e. Geimgengisbálknum eða The Last Jedi. Forstjóri Lucasfilm, Kathleen Kennedy, er hoppandi kát með ráðninguna enda eru þeir Benioff og Weiss að hennar mati einhverjir bestu handritshöfundar samtímans. Persónusköpun þeirra og geta þeirra til að teikna upp marglaga söguþræði muni án efa fara með Stjörnustríð á áður ókannaðar slóðir. Þeir Benioff og Weiss segjast sjálfir himinlifandi að hafa fengið þetta tækifæri. Þeir muni setjast við skriftir um leið og tökum á síðustu þáttaröð Krúnuleikanna lýkur, einhvern tímann í lok þess árs eða byrjun þess næsta. Hér að neðan má sjá stutt myndskeið sem Entertainment Weekly setti saman í tilefni ráðningarinnar.
Game of Thrones Star Wars Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira