Veiði

Haltu línunum vel við

Karl Lúðvíksson skrifar
Þegar spurt er hvað af búnaðinum skiptir mestu máli í fluguveiði er nokkuð víst að veiðimenn séu sammála um það sem skiptir mestu máli.

Það sem þarf að hugsa best um og halda vel við er stöng og lína, veiðihjólið er í raun þriðja atriðið en skiptir mun minna máli en hin tvö fyrrnefndu.  Ástæðan fyrir þeim rökum er einföld.  Samspil flugu og línu er það sem skiptir mestu máli. Góð stöng sem er vel haldið við, samanber að lykkjur séu í lagi og húðin utan um stöngina líka, þarf að vinna með góðri línu og góð lína er algjört lylikatriði í því að kasta langt og kasta vel.  Lína sem er orðin slitin og hlífðarhúðunin á henni kannski farin af á köflum er ónýt lína.  Þegar þannig er ástatt vinnur hún ekki eins og hún á að gera.  Bæði tekur hún á sig meiri vind þ.e.a.s. klýfur loftið ekki eins og hún á að gera best og þar af leiðandi styttast köstin.

Þú kannski tekur best eftir þessu ef þér finnst köstin þín stutt og hvernig línan leggst í vatnið í kastinu eitthvað klunnalegt og ónákvæmt.  Línum þarf að halda við og er það best gert með þar tilgerðum efnum sem fást í öllum veiðibúðum.  Best er að þrífa þær reglulega, sérstaklega ef mikið er veitt, en þegar þú hættir að veiða á haustin áttu að þrífa línur, stangir og í raun allan búnað sem allra best.  Bæði fer það vel með búnaðinn sem er ekki ódýr og ánægjan sem þú færð út úr veiðideginum með fallegum köstum verður óhjákvæmilega betri en þegar allt fer í hönk og ástæðan er bara 10 mín sem það tekur að þrífa línuna.






×