Mesta ársfjórðungstap Tesla Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2018 10:28 Tesla Model 3, en erfiðlega gengur að auka framleiðsluna á bílnum. Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla bregður ekki útaf vananum og skilar stórtæku tapi af rekstri síðasta ársfjórðungs, nú meira en nokkru sinni. Tesla tapaði 68 milljörðum króna á þessum þremur mánuðum og meira en fimmfaldaði tapið frá fjórða ársfjórðungi ársins 2016. Velta Tesla jókst úr 220 milljörðum króna í 330 milljarða á milli þessara ára. Niðurstaðan nú varð til lítillegrar lækkunar hlutabréfa í Tesla, en þau hafa lækkað um 10% á síðustu 12 mánuðum. Tesla seldi 28.425 Model S og Model X bíla og 1.542 Model 3 bíla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða alls 29.967 bíla. Mjög hægt gengur að ná upp fjöldaframleiðslu á nýja Model 3 bílnum sem varð þrefalt minni en markaðurinn hafði búist við. Samt segir Tesla að fyrirtækið stefni að 2.500 bíla framleiðslu á viku af Model 3 í enda mars og 5.000 bíla framleiðslu á viku um mitt árið. Miðað við efndirnar fram að þessu telst það vart líklegt. Yfirlýst markmið Tesla fyrir tveimur árum var að framleiða 500.000 bíla árið 2018, en algjörlega óhugsandi er að Tesla takist að fjór- til fimmfalda sölu sína á milli ára. Til dæmis jókst sala Tesla um 28% frá 4. ársfjórðungi 2016 til sama ársfjórðungs í fyrra. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla bregður ekki útaf vananum og skilar stórtæku tapi af rekstri síðasta ársfjórðungs, nú meira en nokkru sinni. Tesla tapaði 68 milljörðum króna á þessum þremur mánuðum og meira en fimmfaldaði tapið frá fjórða ársfjórðungi ársins 2016. Velta Tesla jókst úr 220 milljörðum króna í 330 milljarða á milli þessara ára. Niðurstaðan nú varð til lítillegrar lækkunar hlutabréfa í Tesla, en þau hafa lækkað um 10% á síðustu 12 mánuðum. Tesla seldi 28.425 Model S og Model X bíla og 1.542 Model 3 bíla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða alls 29.967 bíla. Mjög hægt gengur að ná upp fjöldaframleiðslu á nýja Model 3 bílnum sem varð þrefalt minni en markaðurinn hafði búist við. Samt segir Tesla að fyrirtækið stefni að 2.500 bíla framleiðslu á viku af Model 3 í enda mars og 5.000 bíla framleiðslu á viku um mitt árið. Miðað við efndirnar fram að þessu telst það vart líklegt. Yfirlýst markmið Tesla fyrir tveimur árum var að framleiða 500.000 bíla árið 2018, en algjörlega óhugsandi er að Tesla takist að fjór- til fimmfalda sölu sína á milli ára. Til dæmis jókst sala Tesla um 28% frá 4. ársfjórðungi 2016 til sama ársfjórðungs í fyrra.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent