Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Karl Lúðvíksson skrifar 9. febrúar 2018 10:32 Árni Friðleifsson á góðri stund Mynd: SVFR Kosið verður um nýjan Formann SVFR á næsta aðalfundi en núverandi Formaður félagsins síðustu fjögur ár gaf út tilkynningu í gær þar sem hann tilkynnir að hann gefi ekki kost á sér áfram. Árni Friðleifsson hefur stýrt félaginu síðustu 4 ár og verið í stjórn samtals í 10 ár og hefur ötullega sinnt því starfi. Félagar SVFR kveðja Árna Friðleifsson með þökk fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið en hann hefur þó ekki sagt skilið við félagsstörfin því hann tekur sæti í fulltrúaráði þess en þar sitja fyrir fyrri Formenn félagsins. Kosið verður um þrjú stjórnarsæti og formann á næsta aðalfundi SVFR í lok febrúar en aðeins eitt framboð er komið fram og er það framboð Jóns Þórs Ólafssonar í Formann. Sitjandi meðstjórendur sem hafa ekki gefið út yfirlýsingu hvort þeir sitji áfram eða stígi til hliðar eru Rögnvaldur Jónsson, Hörður Birgir Hafsteinsson og Júlíus Bjarnason. Yfirlýsing Árna er hér að neðan.Kæru félagar,Ég hef ákveðið að stíga til hliðar og mun ekki gefa kost á mér til formennsku áfram á aðalfundi sem verður 24. febrúar n.k. Ég hef verið í stjórn félagsins í 10 ár, þar af formaður síðustu fjögur árin. Á þessum tímapunkti er ágætis tækifæri að stíga til hliðar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er á góðum stað og rekstur kominn í jafnvægi. Ég sagði á aðalfundi 2015 að félagið væri einsog stórt flutningaskip, það tæki tíma að beygja því inn á rétta siglingaleið. Sú beygja er nú komin og SVFR er á réttri leið á móts við framtíðina.Ég óska þeim sem munu taka við stjórnartaumum eftir aðalfund velfarnaðar og gæfu.Árni FriðleifssonFormaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur Mest lesið Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði
Kosið verður um nýjan Formann SVFR á næsta aðalfundi en núverandi Formaður félagsins síðustu fjögur ár gaf út tilkynningu í gær þar sem hann tilkynnir að hann gefi ekki kost á sér áfram. Árni Friðleifsson hefur stýrt félaginu síðustu 4 ár og verið í stjórn samtals í 10 ár og hefur ötullega sinnt því starfi. Félagar SVFR kveðja Árna Friðleifsson með þökk fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið en hann hefur þó ekki sagt skilið við félagsstörfin því hann tekur sæti í fulltrúaráði þess en þar sitja fyrir fyrri Formenn félagsins. Kosið verður um þrjú stjórnarsæti og formann á næsta aðalfundi SVFR í lok febrúar en aðeins eitt framboð er komið fram og er það framboð Jóns Þórs Ólafssonar í Formann. Sitjandi meðstjórendur sem hafa ekki gefið út yfirlýsingu hvort þeir sitji áfram eða stígi til hliðar eru Rögnvaldur Jónsson, Hörður Birgir Hafsteinsson og Júlíus Bjarnason. Yfirlýsing Árna er hér að neðan.Kæru félagar,Ég hef ákveðið að stíga til hliðar og mun ekki gefa kost á mér til formennsku áfram á aðalfundi sem verður 24. febrúar n.k. Ég hef verið í stjórn félagsins í 10 ár, þar af formaður síðustu fjögur árin. Á þessum tímapunkti er ágætis tækifæri að stíga til hliðar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er á góðum stað og rekstur kominn í jafnvægi. Ég sagði á aðalfundi 2015 að félagið væri einsog stórt flutningaskip, það tæki tíma að beygja því inn á rétta siglingaleið. Sú beygja er nú komin og SVFR er á réttri leið á móts við framtíðina.Ég óska þeim sem munu taka við stjórnartaumum eftir aðalfund velfarnaðar og gæfu.Árni FriðleifssonFormaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur
Mest lesið Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði