Þunglyndi háskólaneminn Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Um þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar á geðheilsu nemenda við HÍ, HR og HA. „Svolítið sláandi,“ sagði einn rannsakenda í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í vikunni. Nú er ég sjálf háskólanemi og hef auk þess setið nær óslitið á skólabekk síðan árið 1999 – og þegar ég hugsa út í það finnst mér þessar nýútgefnu tölur kannski ekkert sérstaklega sláandi. Þegar ég var í menntaskóla tókum við í eðlisfræðideildinni munnlegt stúdentspróf í stærðfræði. Á hverju ári brotnaði a.m.k. einn nemandi niður í prófinu, það var viðtekið, og við spáðum mikið í það hver sá yrði innan okkar raða. Kvíðinn hélt fyrir okkur vöku. Í íslensku og sögu las maður svo um ungu mennina sem lögðu stund á fræðin í Lærða skólanum og Kaupmannahöfn og þeir voru allir bláfátækir berklasjúklingar og blússandi þunglyndir. Þessar frásagnir voru alltaf hjúpaðar dýrðarljóma. Algjör, þrúgandi vansæld á námsárum virtist þörf og rómantísk manndómsvígsla. Og við vorum öll Kristján fjallaskáld og kvíðahnútarnir grasseruðu í maganum. Einu sinni kom ég heim eftir lokapróf í eðlisfræði og grét með ekkasogum allan eftirmiðdaginn vegna þess að ég var svo hrædd um að hafa fallið. Svo byrjar maður í háskóla og þá tekur sama, gamla, meingallaða kerfið á móti manni. Nema nú þarf líka að glíma við LÍN, sligandi fjárhagsáhyggjur og stjórnvöld í baklás. Enginn sálfræðingur á vakt og úrræðin eru loforð í fjarlægri framtíð. Þarf ekki að ráðast strax í alvarlegar aðgerðir? Grundvallarbreytingar hér og nú? Vegna þess að kvíðaköst, ekkasog og óviðráðanlegar efasemdir eiga ekki að vera eðlilegur fylgifiskur skólagöngu. Þriðjungur á ekki að þurfa að vera þunglyndur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Um þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar á geðheilsu nemenda við HÍ, HR og HA. „Svolítið sláandi,“ sagði einn rannsakenda í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í vikunni. Nú er ég sjálf háskólanemi og hef auk þess setið nær óslitið á skólabekk síðan árið 1999 – og þegar ég hugsa út í það finnst mér þessar nýútgefnu tölur kannski ekkert sérstaklega sláandi. Þegar ég var í menntaskóla tókum við í eðlisfræðideildinni munnlegt stúdentspróf í stærðfræði. Á hverju ári brotnaði a.m.k. einn nemandi niður í prófinu, það var viðtekið, og við spáðum mikið í það hver sá yrði innan okkar raða. Kvíðinn hélt fyrir okkur vöku. Í íslensku og sögu las maður svo um ungu mennina sem lögðu stund á fræðin í Lærða skólanum og Kaupmannahöfn og þeir voru allir bláfátækir berklasjúklingar og blússandi þunglyndir. Þessar frásagnir voru alltaf hjúpaðar dýrðarljóma. Algjör, þrúgandi vansæld á námsárum virtist þörf og rómantísk manndómsvígsla. Og við vorum öll Kristján fjallaskáld og kvíðahnútarnir grasseruðu í maganum. Einu sinni kom ég heim eftir lokapróf í eðlisfræði og grét með ekkasogum allan eftirmiðdaginn vegna þess að ég var svo hrædd um að hafa fallið. Svo byrjar maður í háskóla og þá tekur sama, gamla, meingallaða kerfið á móti manni. Nema nú þarf líka að glíma við LÍN, sligandi fjárhagsáhyggjur og stjórnvöld í baklás. Enginn sálfræðingur á vakt og úrræðin eru loforð í fjarlægri framtíð. Þarf ekki að ráðast strax í alvarlegar aðgerðir? Grundvallarbreytingar hér og nú? Vegna þess að kvíðaköst, ekkasog og óviðráðanlegar efasemdir eiga ekki að vera eðlilegur fylgifiskur skólagöngu. Þriðjungur á ekki að þurfa að vera þunglyndur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun