Fara fögrum orðum um tónlist Jóhanns í blóðugum hefndartrylli Nicolas Cage Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 11:17 Nicolas Cage leikur Red Miller í Mandy. Spennutryllirinn Mandy var frumsýndur á Sundance-kvikmyndahátíðinni um liðna helgi. Myndin gerist árið 1983 þar sem maður að nafni Red Miller, leikinn af Óskarsverðlaunahafanum Nicolas Cage, eltir uppi truflaðan hóp djöfladýrkenda sem myrti konuna hans Mandy á hrottafenginn hátt. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlist myndarinnar og er farið fögrum orðum um tónlistina í gagnrýni Variety og Indiewire.Jóhann Jóhannsson.GettyMyndin er eftir leikstjórann Panos Cosmatos sem vakti mikla athygli fyrir fyrstu mynd sína Beyond the Black Rainbow sem kom út árið 2010. Í umfjöllun Variety um Mandy segir að þeir sem sáu fyrstu mynd Cosmatos hafi skipst í tvo hópa, þeir sem hrifust af því og hinir sem urðu hreinlega reiðir við að horfa á myndina. Gagnrýnandi Variety segir myndina Mandy vera skref fram á við. Leikstjórinn hafi tekið miklum framförum þegar kemur að sjónrænum þætti kvikmyndagerðar sem og þegar kemur að því að segja sögu sem heldur samhengi. Gagnrýnandinn segir Mandy eflaust eftir að heilla þá áhorfendur sem eru fyrir listrænni myndir. Mandy er að hans mati samsuða djöfladýrkenda hrollvekju og hefndartryllis en þeir sem elska Nicolas Cage í fullum blóma ættu að fá eitthvað fyrir sinn skerf. Sú sem leikur Mandy í þessari mynd er leikkonan Andrea Riseborough. Sú er heldur betur Íslandsvinkona en hún leikur í þættinum Crocodile í fjórðu seríu Black Mirror en þátturinn var tekinn upp hér á landi í fyrra. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Spennutryllirinn Mandy var frumsýndur á Sundance-kvikmyndahátíðinni um liðna helgi. Myndin gerist árið 1983 þar sem maður að nafni Red Miller, leikinn af Óskarsverðlaunahafanum Nicolas Cage, eltir uppi truflaðan hóp djöfladýrkenda sem myrti konuna hans Mandy á hrottafenginn hátt. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlist myndarinnar og er farið fögrum orðum um tónlistina í gagnrýni Variety og Indiewire.Jóhann Jóhannsson.GettyMyndin er eftir leikstjórann Panos Cosmatos sem vakti mikla athygli fyrir fyrstu mynd sína Beyond the Black Rainbow sem kom út árið 2010. Í umfjöllun Variety um Mandy segir að þeir sem sáu fyrstu mynd Cosmatos hafi skipst í tvo hópa, þeir sem hrifust af því og hinir sem urðu hreinlega reiðir við að horfa á myndina. Gagnrýnandi Variety segir myndina Mandy vera skref fram á við. Leikstjórinn hafi tekið miklum framförum þegar kemur að sjónrænum þætti kvikmyndagerðar sem og þegar kemur að því að segja sögu sem heldur samhengi. Gagnrýnandinn segir Mandy eflaust eftir að heilla þá áhorfendur sem eru fyrir listrænni myndir. Mandy er að hans mati samsuða djöfladýrkenda hrollvekju og hefndartryllis en þeir sem elska Nicolas Cage í fullum blóma ættu að fá eitthvað fyrir sinn skerf. Sú sem leikur Mandy í þessari mynd er leikkonan Andrea Riseborough. Sú er heldur betur Íslandsvinkona en hún leikur í þættinum Crocodile í fjórðu seríu Black Mirror en þátturinn var tekinn upp hér á landi í fyrra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira