Slayer ætlar að setjast í helgan stein Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 22:33 Tom Araya (t.v.) og Kerry King (t.h.), einu upphaflegu meðlimir Slayer sem eru enn í sveitinni, hafa marga fjöruna sopið. Vísir/AFP Þungarokksgoðsagnirnar í þrassmetalhljómsveitinni Slayer ætla að leggja upp laupana eftir tónleikaferð með fleiri stórum nöfnum í bransanum í sumar. Sveitin hefur verið starfandi í hátt í fjóra áratugi.Rolling Stone segir að meðlimir sveitarinnar hafi ekki gefið upp hvers vegna þeir ætli að leggja hana niður nú. Tilkynnt var um ákvörðunina í myndbandi á samfélagsmiðlasíðum hennar í gær. Fyrir tveimur árum sagði Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, að tími væri kominn til að fara á eftirlaun eftir 35 ár í bransanum. Bar hann meðal annars fyrir sig að hann gæti ekki lengur slammað við lögin eftir að hann fór í aðgerð á hálsi. Svanasöngur Slayer verður því á tónleikaferð með hljómsveitum eins og Anthrax, Lamb of God, Behemoth og Testament. Ferðin hefst í Bandaríkjunum í maí. Aðeins tveir upphaflegir meðlimir Slayer starfa enn með sveitinni, Araya og gítarleikarinn Kerry King. Gary Holt, gítarleikar Exodus, fyllti í skarð Jeff Hanneman þegar hann veiktist árið 2011. Hanneman lést árið 2013. Trommarinn Paul Bostaph, sem hefur starfað með sveitinni í gegnum tíðina, tók sæti Dave Lombardo eftir að honum sinnaðist við hina meðlimina. Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þungarokksgoðsagnirnar í þrassmetalhljómsveitinni Slayer ætla að leggja upp laupana eftir tónleikaferð með fleiri stórum nöfnum í bransanum í sumar. Sveitin hefur verið starfandi í hátt í fjóra áratugi.Rolling Stone segir að meðlimir sveitarinnar hafi ekki gefið upp hvers vegna þeir ætli að leggja hana niður nú. Tilkynnt var um ákvörðunina í myndbandi á samfélagsmiðlasíðum hennar í gær. Fyrir tveimur árum sagði Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, að tími væri kominn til að fara á eftirlaun eftir 35 ár í bransanum. Bar hann meðal annars fyrir sig að hann gæti ekki lengur slammað við lögin eftir að hann fór í aðgerð á hálsi. Svanasöngur Slayer verður því á tónleikaferð með hljómsveitum eins og Anthrax, Lamb of God, Behemoth og Testament. Ferðin hefst í Bandaríkjunum í maí. Aðeins tveir upphaflegir meðlimir Slayer starfa enn með sveitinni, Araya og gítarleikarinn Kerry King. Gary Holt, gítarleikar Exodus, fyllti í skarð Jeff Hanneman þegar hann veiktist árið 2011. Hanneman lést árið 2013. Trommarinn Paul Bostaph, sem hefur starfað með sveitinni í gegnum tíðina, tók sæti Dave Lombardo eftir að honum sinnaðist við hina meðlimina.
Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira