Umfjöllun og viðtöl: 64-86 Njarðvík - Stjarnan | Enn bíða Njarðvíkingar eftir sigri Magnús Einþór Áskelsson skrifar 24. janúar 2018 21:45 vísir/stefán Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og skoruðu þrettán fyrstu stig leiksins áður en Njarðvík náði að komast á blað þegar liðin mættust í Domino's deild kvenna í körfubolta. Mest fór munurinn í tuttugu stig í fyrsta fjórðungnum en með góðum endasprett náðu Njaðrvíkurkonur að skora átta seinustu stig leikhlutans, munurinn því tólf stig 22-34 eftir fyrsta leikhluta. Í örðum leikhluta urðu varninnar þéttari, sér í lagi hjá heimakonum. Munurinn fór mest niður í níu stig og vantaði aðeins herslumunninn upp á að þær kæmust enn frekar inní leikinn. Munurinn tíu stig í hálfleik 41-51. Stjörnukonur skutu 21 þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik og hittu úr 9 þeirra. Njarðvík byrjaði þriðja leikhluta mjög vel og náðu muninum niður í fimm stig fljótlega. Stjarnan setti þá í lás í vörninni og svörðuðu með góðum leik. Jafnt og þétt jókst munurinn og undir dyggri stjórn Danielle Rodriguez náðu þær tuttugu stiga forskoti 50-70 fyrir síðasta leikhlutann. Stjarnan hélt Njarðvík í öruggri fjarlægð í síðasta leikhlutanum og sigldi örggum sigri í höfn 64-86.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og Stjörnukonur hittu frábærlega í upphafi leiks og nýttu skot sín gríðarlega vel. Þær voru óhræddar við að skjóta fyrir utan þriggja stiga línuna sér í lagi gegn svæðisvörn Njarðvíkur. Njarðvík þurfti því alltaf að elta sem kostaði mikla orku og á endanum gáfu þær eftir.Hverjir stóðu upp úr? Fyrir gestina var Danielle Rodriguez með 30 stig og 15 fráköst og 16 stoðsendingar. Margar hverjar á Bríet Sif Hinriksdóttur sem skoraði tuttugu stig í leiknum. Hjá Njarðvík var Shalonda R. Winton með 21 stig, Hulda Bergsteinsdóttir átti líka fínan leik en hún endaði leikinn með 15 stig.Tölfræði sem vakti athygli Stjarnan var með 14/40 í þriggja stiga skotum og með betri tölfræði í þeim en tveggja stiga skotunum sínum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Njarðvíkur var ekki næganlega öflugur í kvöld. Svæðisvörnin gekk ekki sem skildi og spiluðu Stjarnan mjög vel gegn honum.Pétur Már: Gáfu okkur galopin skot „Rosalega ánægður með hvernig við byrjuðum, vorum komnar í 13-0 og vorum að stoppa og fá góð skot. Kom smá æsingur og þær komust aftur inn í leikinn, en við læstum vörninni í seinni hálfleik,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það var pressa á boltanum allan tímann. Við vissum að við myndum ekki hitta eins vel og við gerðum í byrjun allan leikinn og þá verður eitthvað að vera til þess að falla á. Þetta var þokkalega þægilegur sigur að lokum.“ Stjörnukonur tóku mikið af þriggja stiga skotum í leiknum og voru að hitta vel úr þeim. „Ég vissi að þær voru á leið í svæðisvörn. Þær þéttu teiginn og gáfu okkur galopin skot trekk í trekk. Ef við hittum ekki í skotunum þá fóru þrjár í sóknarfrákast,“ sagði Pétur Már SigurðssonRagnar Halldór: Náðu aldrei að brúa bilið Njarðvík skipti um þjálfara frá síðasta leik, en Ragnar Halldór Ragnarsson er nú tekinn við liðinu. Hann var þokkalega sáttur við leik sinna kvenna í kvöld, en sagði erfiða byrjun hafa gert út um leikinn. „Við náðum aldrei að brúa bilið, það er erfitt á móti góðu liði Stjörnunnar.“ Aðspurður út í ákvörðunina að fara í svæðisvörn sagði Ragnar: „Á móti maður á mann settu þær líka þriggja stiga körfur á okkur svo við ákváðum að fara í svæðisvörn. Það virkaði á köflum en svo fór það að klikka. Þær hittu bara rosalega vel í þessum leik,“ sagði Ragnar Halldór Ragnarsson. Dominos-deild kvenna
Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og skoruðu þrettán fyrstu stig leiksins áður en Njarðvík náði að komast á blað þegar liðin mættust í Domino's deild kvenna í körfubolta. Mest fór munurinn í tuttugu stig í fyrsta fjórðungnum en með góðum endasprett náðu Njaðrvíkurkonur að skora átta seinustu stig leikhlutans, munurinn því tólf stig 22-34 eftir fyrsta leikhluta. Í örðum leikhluta urðu varninnar þéttari, sér í lagi hjá heimakonum. Munurinn fór mest niður í níu stig og vantaði aðeins herslumunninn upp á að þær kæmust enn frekar inní leikinn. Munurinn tíu stig í hálfleik 41-51. Stjörnukonur skutu 21 þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik og hittu úr 9 þeirra. Njarðvík byrjaði þriðja leikhluta mjög vel og náðu muninum niður í fimm stig fljótlega. Stjarnan setti þá í lás í vörninni og svörðuðu með góðum leik. Jafnt og þétt jókst munurinn og undir dyggri stjórn Danielle Rodriguez náðu þær tuttugu stiga forskoti 50-70 fyrir síðasta leikhlutann. Stjarnan hélt Njarðvík í öruggri fjarlægð í síðasta leikhlutanum og sigldi örggum sigri í höfn 64-86.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og Stjörnukonur hittu frábærlega í upphafi leiks og nýttu skot sín gríðarlega vel. Þær voru óhræddar við að skjóta fyrir utan þriggja stiga línuna sér í lagi gegn svæðisvörn Njarðvíkur. Njarðvík þurfti því alltaf að elta sem kostaði mikla orku og á endanum gáfu þær eftir.Hverjir stóðu upp úr? Fyrir gestina var Danielle Rodriguez með 30 stig og 15 fráköst og 16 stoðsendingar. Margar hverjar á Bríet Sif Hinriksdóttur sem skoraði tuttugu stig í leiknum. Hjá Njarðvík var Shalonda R. Winton með 21 stig, Hulda Bergsteinsdóttir átti líka fínan leik en hún endaði leikinn með 15 stig.Tölfræði sem vakti athygli Stjarnan var með 14/40 í þriggja stiga skotum og með betri tölfræði í þeim en tveggja stiga skotunum sínum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Njarðvíkur var ekki næganlega öflugur í kvöld. Svæðisvörnin gekk ekki sem skildi og spiluðu Stjarnan mjög vel gegn honum.Pétur Már: Gáfu okkur galopin skot „Rosalega ánægður með hvernig við byrjuðum, vorum komnar í 13-0 og vorum að stoppa og fá góð skot. Kom smá æsingur og þær komust aftur inn í leikinn, en við læstum vörninni í seinni hálfleik,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það var pressa á boltanum allan tímann. Við vissum að við myndum ekki hitta eins vel og við gerðum í byrjun allan leikinn og þá verður eitthvað að vera til þess að falla á. Þetta var þokkalega þægilegur sigur að lokum.“ Stjörnukonur tóku mikið af þriggja stiga skotum í leiknum og voru að hitta vel úr þeim. „Ég vissi að þær voru á leið í svæðisvörn. Þær þéttu teiginn og gáfu okkur galopin skot trekk í trekk. Ef við hittum ekki í skotunum þá fóru þrjár í sóknarfrákast,“ sagði Pétur Már SigurðssonRagnar Halldór: Náðu aldrei að brúa bilið Njarðvík skipti um þjálfara frá síðasta leik, en Ragnar Halldór Ragnarsson er nú tekinn við liðinu. Hann var þokkalega sáttur við leik sinna kvenna í kvöld, en sagði erfiða byrjun hafa gert út um leikinn. „Við náðum aldrei að brúa bilið, það er erfitt á móti góðu liði Stjörnunnar.“ Aðspurður út í ákvörðunina að fara í svæðisvörn sagði Ragnar: „Á móti maður á mann settu þær líka þriggja stiga körfur á okkur svo við ákváðum að fara í svæðisvörn. Það virkaði á köflum en svo fór það að klikka. Þær hittu bara rosalega vel í þessum leik,“ sagði Ragnar Halldór Ragnarsson.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum