Veruleikarofnir álitsgjafar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun