Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 07:50 Ísold á Sundance-hátíðinni sem hefur staðið yfir síðustu vikuna. Vísir/AFP Leikstjórinn Ísold Uggadóttir var valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mynd hennar „Andið eðlilega“ hefur hlotið lof gagnrýnenda en hún var frumsýnd á á hátiðinni. Í tilkynningu frá Birnu Önnu Björnsdóttur, einum framleiðenda myndarinnar, kemur fram að Ísold hafi unnið í flokki alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Hátíðin er haldin í Park-borg í Utah. „Andið eðlilega“ var ein af tólf myndum sem kepptu í annarri af aðalkeppnum hátíðarinnar. Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. Myndin fjallar um sögur tveggja kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem sinnir vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli. Tengdar fréttir Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Ísold Uggadóttir var valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mynd hennar „Andið eðlilega“ hefur hlotið lof gagnrýnenda en hún var frumsýnd á á hátiðinni. Í tilkynningu frá Birnu Önnu Björnsdóttur, einum framleiðenda myndarinnar, kemur fram að Ísold hafi unnið í flokki alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Hátíðin er haldin í Park-borg í Utah. „Andið eðlilega“ var ein af tólf myndum sem kepptu í annarri af aðalkeppnum hátíðarinnar. Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. Myndin fjallar um sögur tveggja kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem sinnir vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli.
Tengdar fréttir Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein