Klassískur G-Class fær uppfærslu Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2018 09:34 Nýr G-Class í Detroit. Nýr Mercedes-Benz G-Class var frumsýndur á bílasýningunni í Detroit á dögunum. Nýr G-Class heldur áfram sínu klassíska útliti sem hann hefur haft síðan hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 1979. Hann er samt stærri og innanrýmið hefur verið endurhannað fyrir enn meiri þægindi í akstri. Jeppinn er nú 5,3 sentimetrum lengri og 12,1 sentimetrum breiðari en forverinn. Olnbogarými er því enn meira en áður og fótarými sömuleiðis og var nú ekki þröngt um ökumann og farþega fyrir í þessum stóra og stæðilega jeppa. Nýja gerðin er 170 kg léttari, heldur driflæsingum og er með sjálfstæða fjöðrun að framan. Hann er með nýjan gírkassa og nýja grind sem er 55% stífari en áður og hefur 70mm í vaðdýpt sem er aukning um 10 cm. Þá er hann kominn með rafmagnsstýri í stað vökvastýris sem tryggir betri aksturseiginleika. G-Class jeppinn stendur líklega flestum bílum framar þegar kemur að torfæruakstri. G-Class er framleiddur í verksmiðju Magna Steyr í Graz í Austurríki. Hann var fyrst framleiddur sem herjeppi en hefur í gegnum árin fengið fjölmargar, tæknilegar uppfærslur og verið nútímavæddur. En ávallt án þess að hreyft hafi verið við hinum einstæða persónuleika hans. ,,Með þessari nýjustu uppfærslu á G-Class höfum við breytt innanrýminu all mikið og númtímavætt hann enn frekar ef svo má að orði komast. Við höfum bætt enn frekar aksturseiginleika jeppans bæði á vegum og utan vega og bætt enn frekar hina frægu torfærueiginleika hans," segir Dr. Dieter Zetsche, stjórnarformaður Daimler AG, sem er eigandi Mercedes-Benz. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Nýr Mercedes-Benz G-Class var frumsýndur á bílasýningunni í Detroit á dögunum. Nýr G-Class heldur áfram sínu klassíska útliti sem hann hefur haft síðan hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 1979. Hann er samt stærri og innanrýmið hefur verið endurhannað fyrir enn meiri þægindi í akstri. Jeppinn er nú 5,3 sentimetrum lengri og 12,1 sentimetrum breiðari en forverinn. Olnbogarými er því enn meira en áður og fótarými sömuleiðis og var nú ekki þröngt um ökumann og farþega fyrir í þessum stóra og stæðilega jeppa. Nýja gerðin er 170 kg léttari, heldur driflæsingum og er með sjálfstæða fjöðrun að framan. Hann er með nýjan gírkassa og nýja grind sem er 55% stífari en áður og hefur 70mm í vaðdýpt sem er aukning um 10 cm. Þá er hann kominn með rafmagnsstýri í stað vökvastýris sem tryggir betri aksturseiginleika. G-Class jeppinn stendur líklega flestum bílum framar þegar kemur að torfæruakstri. G-Class er framleiddur í verksmiðju Magna Steyr í Graz í Austurríki. Hann var fyrst framleiddur sem herjeppi en hefur í gegnum árin fengið fjölmargar, tæknilegar uppfærslur og verið nútímavæddur. En ávallt án þess að hreyft hafi verið við hinum einstæða persónuleika hans. ,,Með þessari nýjustu uppfærslu á G-Class höfum við breytt innanrýminu all mikið og númtímavætt hann enn frekar ef svo má að orði komast. Við höfum bætt enn frekar aksturseiginleika jeppans bæði á vegum og utan vega og bætt enn frekar hina frægu torfærueiginleika hans," segir Dr. Dieter Zetsche, stjórnarformaður Daimler AG, sem er eigandi Mercedes-Benz.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent