Sá kantaði batnar enn Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2018 11:45 Lexus NX 300h skartar djörfum og flottum línum. Reynsluakstur – Lexus NX 300hÞó svo einungis 3 ár séu liðin frá því að Lexus kynnti NX-jepplinginn er strax komið að uppfærslu hans. Ekki nóg með það heldur hefur hann einnig gengið í gegnum nafnbreytingu því NX 200t bíllinn heitir nú NX 300 og ef hann er einnig búinn Hybrid kerfi ber hann nafnið NX 300h. Svo vel hefur NX jepplingnum verið tekið að hann stendur fyrir meira en 30% allra seldra Lexus bíla í Evrópu alveg frá því hann var kynntur árið 2014. Hann hefur einnig selst miklu betur en Lexus menn þorðu að vona á öðrum bílamörkuðum. Svo vel seljast reyndar Hybrid bílar Lexus að þeir eru með 40% alls Hybrid-bílamarkaðarins í Evrópu. Til að tryggja áframhaldandi vinsældir NX hefur hann nú fengið andlitslyftingu og þrátt fyrir að djarfar og sterkar línur hans haldi sér að mestu þá er bíllinn kominn með nýtt grill og framstuðara, ný LED-framljós, ný afturljós, nýjar afar flottar álfelgur, stærri 10,3 tommu aðgerðaskjá, nýja stórgóða fjöðrun, betri hljóðeinangrun og síðast en ekki síst er í bílinn kominn með Lexus Safety System+ öryggiskerfið. Þá eru komnir fleiri litir að velja úr í vandaðri innréttingunni.Dugandi og sparsöm aflrásLexus NX er með 2,5 lítra bensínvél og rafmótora sem saman skila 197 hestöflum. Með þessa aflrás eyðir bíllinn aðeins 5,0 lítrum á hverja 100 km í blönduðum akstri og verður það að teljast gott fyrir svo stóran bíl. Mengunin er aðeins 116 g/km og hjálpar svo lág tala við að halda niður verði á bílnum. Til að forðast allan misskilning þá er NX 300h ekki Plug-In-Hybrid bíll sem stinga má í samband við rafhleðslustöð, heldur nýtir hybrid-kerfið í NX þá hreyfiorku sem fæst við hemlun og rennsli bílsins, en hjálpar samt verulega til við minnkun eyðslu bílsins. Þessi aflrás telst kannski seint ofuröflug en nær samt að skila honum hressilega áfram, til dæmis í 100 km hraða á 9,2 sekúndum og að 180 km hámarkshraða. Við hæfilega inngjöf er bíllinn bestur og lúxustilfinningin lekur af honum, en þegar gefið er hressilega inn heyrist full mikið í vélinni og hún virðist erfiða talsvert. Flestir kaupendur NX hafa það öruglega frekar að markmiði að láta bílinn eyða litlu og eru penir við inngjöfina, en þeir sem kjósa ofurafl ættu fremur að velja sér talsvert dýrari bíla með mikið afl, eins og Audi SQ5. Þessi aflrás dugar bílnum ágætlega, en gerir hann ekki að sportbíl.Lipur borgarjeppiLexus NX 300h sendir allt afl bensínvélarinnar til framhjólanna en rafmagnmótorar knýja bæði áfram aftari og fremri öxulinn. Því er ekki hægt að segja að NX sé hreinræktaður fjórhjóladrifsbíll, heldur aðstoðar rafmótorinn að aftan við drifgetu bílsins, en fyrir vikið er hann ekki mjög hæfur til torfæruaksturs. Það hjálpar honum þó að undir lægsta punkt eru 18,5 sentimetrar. Lexus NX 300h er því öðru fremur svokallaður borgarjeppi, en af betri gerðinni, því hreinn unaður er að aka honum í borgarumferðinni og var það reynt á dögunum í Madrid þar sem umferðin er sannarlega þung. Þar sannaði hann ágæti sitt og lipurð og vel þurfti að vanda sig við að komast leiðar sinnar sem í raun er ekki draumaveröld þess sem ekki er vanur þéttri borgarumferð stórborga meginlandsins. Það sem vakti einna mestu gleðina við akstur NX 300h er hversu hljóðlátur bíllinn er og þar undirstrikar Lexus hve mikla lúxusbíla þeir framleiða. Að auki virkar allt svo vel smíðað og stífni yfirbyggingar bílsins færir enn meiri lúxustilfinningu. Þá var ekki slæmt að aka einungis á hljóðlátu rafmagninu þegar umferðin var svo þung að silast var áfram. Þegar tekið eru hinsvegar vel á bílnum finnst fyrir 1.900 kg þunga hans og fyrir vikið er hann ekki sá fimasti í krefjandi akstri.Ávallt vandaðar innréttingarInnréttingar Lexus bíla eru í raun sér kapítuli, svo vel eru þær smíðaðar og ekki skemmir efnisvalið yfirleitt fyrir. Það gildir sannarlega um NX 300h. Ef að aksturinn við NX 300h er ekki nóg til að sannfæra ökumann um að hann sé að aka lúxusbíl, er nóg að galopna augun og renna þeim yfir innréttingu bílsins. Þar er sko allt til háborinnar fyrirmyndar. Almennt eru bílar Lexus svo vel smíðaðir að þeir toppa oftast lista þá sem mæla minnstu bilatíðni bíla heimsins. Í síðustu mælingu Auto Power í Bretlandi trónaði Lexus til dæmis hæst og engin bilun mældist í bílum Lexus í rannsóknum þeirra. Heilt yfir er Lexus NX 300h svo mörgum kostum búinn að þeir yfirgnæfa þann ókost bílsins að vera ekki sá fimasti í hressilegum akstri. NX á eftir að finna miklu fleiri glaða kaupendur og sú staðreynd að 75% kaupenda á Lexus bílum í Evrópu hafa aldrei átt Lexus áður er líklega því til sönnunar.Kostir: Eyðsla, frágangur, verð, lág bilanatíðniÓkostir: Þyngd bílsins hamlar akstursfimi 2,5 lítra bensínvél og rafmótorar, 197 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 116 g/km CO2 Hröðun: 9,2 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 180km/klst Verð frá: 6.930.000 kr. Umboð: Lexus á ÍslandiEkki hafa stórvægilegar breytingar átt sér stað á ytra byrði NX, enda engin þörf á.Flottur frá öllum hliðum.Innréttingar Lexus almennt eru ferlega vandaðar og skilvirkar. Hér er engin undantekning frá því og allt er sem fyrri daginn afar vel smíðað.Ágætlega fer um fullorðna í aftursætinu og sætisstaða há.Vel stórt farangursrými hér. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Reynsluakstur – Lexus NX 300hÞó svo einungis 3 ár séu liðin frá því að Lexus kynnti NX-jepplinginn er strax komið að uppfærslu hans. Ekki nóg með það heldur hefur hann einnig gengið í gegnum nafnbreytingu því NX 200t bíllinn heitir nú NX 300 og ef hann er einnig búinn Hybrid kerfi ber hann nafnið NX 300h. Svo vel hefur NX jepplingnum verið tekið að hann stendur fyrir meira en 30% allra seldra Lexus bíla í Evrópu alveg frá því hann var kynntur árið 2014. Hann hefur einnig selst miklu betur en Lexus menn þorðu að vona á öðrum bílamörkuðum. Svo vel seljast reyndar Hybrid bílar Lexus að þeir eru með 40% alls Hybrid-bílamarkaðarins í Evrópu. Til að tryggja áframhaldandi vinsældir NX hefur hann nú fengið andlitslyftingu og þrátt fyrir að djarfar og sterkar línur hans haldi sér að mestu þá er bíllinn kominn með nýtt grill og framstuðara, ný LED-framljós, ný afturljós, nýjar afar flottar álfelgur, stærri 10,3 tommu aðgerðaskjá, nýja stórgóða fjöðrun, betri hljóðeinangrun og síðast en ekki síst er í bílinn kominn með Lexus Safety System+ öryggiskerfið. Þá eru komnir fleiri litir að velja úr í vandaðri innréttingunni.Dugandi og sparsöm aflrásLexus NX er með 2,5 lítra bensínvél og rafmótora sem saman skila 197 hestöflum. Með þessa aflrás eyðir bíllinn aðeins 5,0 lítrum á hverja 100 km í blönduðum akstri og verður það að teljast gott fyrir svo stóran bíl. Mengunin er aðeins 116 g/km og hjálpar svo lág tala við að halda niður verði á bílnum. Til að forðast allan misskilning þá er NX 300h ekki Plug-In-Hybrid bíll sem stinga má í samband við rafhleðslustöð, heldur nýtir hybrid-kerfið í NX þá hreyfiorku sem fæst við hemlun og rennsli bílsins, en hjálpar samt verulega til við minnkun eyðslu bílsins. Þessi aflrás telst kannski seint ofuröflug en nær samt að skila honum hressilega áfram, til dæmis í 100 km hraða á 9,2 sekúndum og að 180 km hámarkshraða. Við hæfilega inngjöf er bíllinn bestur og lúxustilfinningin lekur af honum, en þegar gefið er hressilega inn heyrist full mikið í vélinni og hún virðist erfiða talsvert. Flestir kaupendur NX hafa það öruglega frekar að markmiði að láta bílinn eyða litlu og eru penir við inngjöfina, en þeir sem kjósa ofurafl ættu fremur að velja sér talsvert dýrari bíla með mikið afl, eins og Audi SQ5. Þessi aflrás dugar bílnum ágætlega, en gerir hann ekki að sportbíl.Lipur borgarjeppiLexus NX 300h sendir allt afl bensínvélarinnar til framhjólanna en rafmagnmótorar knýja bæði áfram aftari og fremri öxulinn. Því er ekki hægt að segja að NX sé hreinræktaður fjórhjóladrifsbíll, heldur aðstoðar rafmótorinn að aftan við drifgetu bílsins, en fyrir vikið er hann ekki mjög hæfur til torfæruaksturs. Það hjálpar honum þó að undir lægsta punkt eru 18,5 sentimetrar. Lexus NX 300h er því öðru fremur svokallaður borgarjeppi, en af betri gerðinni, því hreinn unaður er að aka honum í borgarumferðinni og var það reynt á dögunum í Madrid þar sem umferðin er sannarlega þung. Þar sannaði hann ágæti sitt og lipurð og vel þurfti að vanda sig við að komast leiðar sinnar sem í raun er ekki draumaveröld þess sem ekki er vanur þéttri borgarumferð stórborga meginlandsins. Það sem vakti einna mestu gleðina við akstur NX 300h er hversu hljóðlátur bíllinn er og þar undirstrikar Lexus hve mikla lúxusbíla þeir framleiða. Að auki virkar allt svo vel smíðað og stífni yfirbyggingar bílsins færir enn meiri lúxustilfinningu. Þá var ekki slæmt að aka einungis á hljóðlátu rafmagninu þegar umferðin var svo þung að silast var áfram. Þegar tekið eru hinsvegar vel á bílnum finnst fyrir 1.900 kg þunga hans og fyrir vikið er hann ekki sá fimasti í krefjandi akstri.Ávallt vandaðar innréttingarInnréttingar Lexus bíla eru í raun sér kapítuli, svo vel eru þær smíðaðar og ekki skemmir efnisvalið yfirleitt fyrir. Það gildir sannarlega um NX 300h. Ef að aksturinn við NX 300h er ekki nóg til að sannfæra ökumann um að hann sé að aka lúxusbíl, er nóg að galopna augun og renna þeim yfir innréttingu bílsins. Þar er sko allt til háborinnar fyrirmyndar. Almennt eru bílar Lexus svo vel smíðaðir að þeir toppa oftast lista þá sem mæla minnstu bilatíðni bíla heimsins. Í síðustu mælingu Auto Power í Bretlandi trónaði Lexus til dæmis hæst og engin bilun mældist í bílum Lexus í rannsóknum þeirra. Heilt yfir er Lexus NX 300h svo mörgum kostum búinn að þeir yfirgnæfa þann ókost bílsins að vera ekki sá fimasti í hressilegum akstri. NX á eftir að finna miklu fleiri glaða kaupendur og sú staðreynd að 75% kaupenda á Lexus bílum í Evrópu hafa aldrei átt Lexus áður er líklega því til sönnunar.Kostir: Eyðsla, frágangur, verð, lág bilanatíðniÓkostir: Þyngd bílsins hamlar akstursfimi 2,5 lítra bensínvél og rafmótorar, 197 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 116 g/km CO2 Hröðun: 9,2 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 180km/klst Verð frá: 6.930.000 kr. Umboð: Lexus á ÍslandiEkki hafa stórvægilegar breytingar átt sér stað á ytra byrði NX, enda engin þörf á.Flottur frá öllum hliðum.Innréttingar Lexus almennt eru ferlega vandaðar og skilvirkar. Hér er engin undantekning frá því og allt er sem fyrri daginn afar vel smíðað.Ágætlega fer um fullorðna í aftursætinu og sætisstaða há.Vel stórt farangursrými hér.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent