Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 90-71 │ KR í úrslit fjórða árið í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:30 Kristófer Acox var öflugur í kvöld og skoraði 18 stig vísir/anton KR verður í úrslitum Maltbikarsins fjórða árið í röð eftir nokkuð öruggan sigur á Breiðabliki, 90-71, í undanúrslitunum í Laugardalshöll í dag. 1. deildar lið Breiðabliks veitti tvöföldum bikarmeisturum KR þó harða keppni í dag og var það ekki fyrr en þegar líða tók á fjórða leikhluta sem KR-ingar gengu frá leiknum. Vesturbæingar voru þó með yfirhöndina allan tíman þó að Blikar hafi hangið inni í leiknum, og voru jafnan með um tíu stiga forystu. Tíu stigum munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta 22-12 og snemma í öðrum leikhluta komst KR í 18 stiga forystu, 34-16. Þá kviknaði hins vegar í Snorra Vignissyni sem skoraði næstu fimm stig og liðfélagar hans bættu við næstu fimm og munurinn kominn aftur niður í átta stig á rúmum tveimur mínútum. KR-ingar hleyptu Blikum þó ekki mikið nær en eins og áður segir náðu samt ekki að ganga frá leiknum fyrr en í fjórða leikhluta þegar þeir komu sér í tuttugu stiga forystu og það var hvorki tími fyrir Blika til þess að vinna það til baka, né orka eftir á tankinum. Á meðan KR virtist lítið þurfa að hafa fyrir leiknum, og voru í raun ekki að sýna neinn framúrskarandi leik, þá þurftu Blikar að vinna fyrir öllum sínum aðgerðum og berjast hart, sem sést hvað best á villufjölda liðanna. Einn sterkasti leikmaður Blika, Sveinbjörn Jóhannesson, var sendur á bekkinn með fimm villur og fyrirliðinn Halldór Halldórsson var með fjórar villur. Breiddin í leikmannahópi KR kom þeim að góðum notum í dag, en bekkurinn hjá KR skilaði 39 stigum. Þar munaði mest um Jón Arnór Stefánsson, mann sem flest lið myndu vilja hafa í byrjunarliði sínu, sem kom inn á og setti mikilvægar körfur, oft á tíðum þriggja stiga, á þeim augnablikum sem mest þurfti á þeim að halda. Jón Arnór endaði næststigahæstur með 16 stig, aðeins Kristófer Acox skoraði meira. Á móti var bekkur Blika með 7 stig. KR-ingar spila því um bikarinn í úrslitaleiknum á laugardaginn. Hver andstæðingur þeirra verður kemur í ljós í kvöld, en Haukar og Tindastóll eigast við í seinni undanúrslitaviðureigninni klukkan 20:00.Finnur: Spiluðum hrikalega illa á köflum „Ánægður með að vera kominn í bikarúrslitin fjórða árið í röð,“ voru fyrstu viðbrögð Finns Freys Stefánssonar, þjálfara KR, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við erum stoltir af, en að sama skapi verkefni sem er ekki búið.“ „Blikarnir byrja vel, og mér fannst við á köflum spila hrikalega illa, bæði í vörn og sókn. Mér fannst ekki vera mikil einbeiting í okkar leik og við vorum að gera mikið af mistökum.“ „Ég vona innilega að þetta séu ekki fyrirheitin fyrir það sem verður á laugardaginn,“ sagði Finnur. Hann játaði því að ef mótherjinn hefði verið sterkari í dag þá væri KR ekki endilega á leið í úrslitaleikinn. „Við réðum ekkert við Jeremy hjá þeim, hann skoraði nánast að vild. Snorri átti gríðarlega góðan leik og tuskaði okkar menn þrátt fyrir að hann væri höfðinu minni. Ég held við verðum, og ætlum, að gera töluvert betur ef við ætlum að vinna bikarinn aftur.“ „Þetta er mikið afrek að vera kominn hingað einu sinni enn, sérstaklega þar sem það eru mörg góð lið í deildinni. Þetta er leikur sem er ólíkur úrslitakeppninni, þetta fræga dagsform ræður svo miklu, þú færð ekki annan leik til.“ „Við þurfum að vera klárir á laugardaginn og sýna töluvert betri leik en við gerðum í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.Kristó: Virkar að vera agressífari „Þetta var erfiður sigur, og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. En ég er bara ánægður með að við höfum siglt þessu heim og erum komnir núna í úrslitin aftur,“ sagði Kristófer Acox eftir leikinn. Kristófer var stigahæstur í liði KR með 18 stig og hann virtist lítið þurfa að hafa fyrir því að skora því hann var einfaldlega höfðinu hærri en allir aðrir á vellinum. Hann er búinn að vera stigahæstur í lið KR-inga í báðum deildarleikjum þeirra til þessa á árinu. „Þetta er búið að vera aðeins öðru vísi hjá mér eftir áramót og það er að virka mjög vel, en ég er að hugsa fyrst og fremst um liðið og hvað ég get gert til þess að hjálpa liðinu að vinna. Ég þarf að vera agressífari og það er að virka.“ „Þeir gáfu okkur hörku leik, eru með hörkulið og við vissum það fyrir leikinn. Við höfum verið í smá basli með 1. deildar lið í bikarnum síðustu ár, þannig að við vissum að þetta yrði ekki auðvelt.“ Hann vildi ekki kannast mikið við það að þjálfarinn hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins. „Hann sagði nú ekki mikið í hálfleik. Það var aðallega Jón sem barði okkur áfram og svo kom Finnur og kláraði það. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila almennilega ef við ætlum að vinna þennan leik á laugardaginn.“ Kristófer kom með hið klassíska svar að honum væri alveg sama hvaða lið hann fengi í úrslitunum. Hann gat þó samþykkt að það skipti litlu máli hverjir það yrðu, þeir ætluðu sér að vinna leikinn.Lárus: Hefðum þurft að hitta á fullkominn skotleik KR-ingar reyndust aðeins of stór biti fyrir Breiðablik að mati Lárusar Jónssonar, þjálfara Breiðabliks. „Já, í rauninni. Þeir eru að spila á næsta leveli, eiginlega á næsta leveli yfir öll lið landsins. Eftir að við komum til baka í leiknum þá vissi ég að það yrði erfitt fyrir okkur að halda í við þá, þeir eru með svo mikla breidd. „Þeir geta skipt inn mönnum eins og Sigga Þorvalds og Jóni Arnóri Stefánssyni á meðan voru okkar lykilmenn í villuvandræðum og bestu mennirnir okkar orðnir þreyttir þegar leið á leikinn. Það sást greinilega í fjórða leikhluta.“ Þrátt fyrir það náðu Blikar að hanga í leiknum alveg þar til um fimm mínútur lifðu af leiknum. „Til þess að vinna leikinn hefðum við þurft að hitta á svakalega góðan skotleik. Það hefði allt þurft að detta. Við gáfum þeim líka mikið af ódýrum stigum úr innköstum sem kostuðu mikið. Við hefðum kannski náð að jafna á einhverjum tímapunkti ef við hefðum ekki verið að gefa þeim svona mikið af stigum.“ „Gríðarlega stoltur af strákunum, þetta eykur áhugann á körfubolta í Kópavogi. Það var vel mætt í Höllina og vonandi kemur þetta körfuboltanum á kortið í Kópavoginum.“ Breiðablik spilar mikið á ungum leikmönnum og er meiri hluti liðsins að mæta hingað í Laugardalshöll aftur á sunnudaginn og spila úrslitaleik í unglingaflokki. Þeir fá því úrslitaleik þrátt fyrir að hafa tapað hér í dag. Íslenski körfuboltinn
KR verður í úrslitum Maltbikarsins fjórða árið í röð eftir nokkuð öruggan sigur á Breiðabliki, 90-71, í undanúrslitunum í Laugardalshöll í dag. 1. deildar lið Breiðabliks veitti tvöföldum bikarmeisturum KR þó harða keppni í dag og var það ekki fyrr en þegar líða tók á fjórða leikhluta sem KR-ingar gengu frá leiknum. Vesturbæingar voru þó með yfirhöndina allan tíman þó að Blikar hafi hangið inni í leiknum, og voru jafnan með um tíu stiga forystu. Tíu stigum munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta 22-12 og snemma í öðrum leikhluta komst KR í 18 stiga forystu, 34-16. Þá kviknaði hins vegar í Snorra Vignissyni sem skoraði næstu fimm stig og liðfélagar hans bættu við næstu fimm og munurinn kominn aftur niður í átta stig á rúmum tveimur mínútum. KR-ingar hleyptu Blikum þó ekki mikið nær en eins og áður segir náðu samt ekki að ganga frá leiknum fyrr en í fjórða leikhluta þegar þeir komu sér í tuttugu stiga forystu og það var hvorki tími fyrir Blika til þess að vinna það til baka, né orka eftir á tankinum. Á meðan KR virtist lítið þurfa að hafa fyrir leiknum, og voru í raun ekki að sýna neinn framúrskarandi leik, þá þurftu Blikar að vinna fyrir öllum sínum aðgerðum og berjast hart, sem sést hvað best á villufjölda liðanna. Einn sterkasti leikmaður Blika, Sveinbjörn Jóhannesson, var sendur á bekkinn með fimm villur og fyrirliðinn Halldór Halldórsson var með fjórar villur. Breiddin í leikmannahópi KR kom þeim að góðum notum í dag, en bekkurinn hjá KR skilaði 39 stigum. Þar munaði mest um Jón Arnór Stefánsson, mann sem flest lið myndu vilja hafa í byrjunarliði sínu, sem kom inn á og setti mikilvægar körfur, oft á tíðum þriggja stiga, á þeim augnablikum sem mest þurfti á þeim að halda. Jón Arnór endaði næststigahæstur með 16 stig, aðeins Kristófer Acox skoraði meira. Á móti var bekkur Blika með 7 stig. KR-ingar spila því um bikarinn í úrslitaleiknum á laugardaginn. Hver andstæðingur þeirra verður kemur í ljós í kvöld, en Haukar og Tindastóll eigast við í seinni undanúrslitaviðureigninni klukkan 20:00.Finnur: Spiluðum hrikalega illa á köflum „Ánægður með að vera kominn í bikarúrslitin fjórða árið í röð,“ voru fyrstu viðbrögð Finns Freys Stefánssonar, þjálfara KR, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við erum stoltir af, en að sama skapi verkefni sem er ekki búið.“ „Blikarnir byrja vel, og mér fannst við á köflum spila hrikalega illa, bæði í vörn og sókn. Mér fannst ekki vera mikil einbeiting í okkar leik og við vorum að gera mikið af mistökum.“ „Ég vona innilega að þetta séu ekki fyrirheitin fyrir það sem verður á laugardaginn,“ sagði Finnur. Hann játaði því að ef mótherjinn hefði verið sterkari í dag þá væri KR ekki endilega á leið í úrslitaleikinn. „Við réðum ekkert við Jeremy hjá þeim, hann skoraði nánast að vild. Snorri átti gríðarlega góðan leik og tuskaði okkar menn þrátt fyrir að hann væri höfðinu minni. Ég held við verðum, og ætlum, að gera töluvert betur ef við ætlum að vinna bikarinn aftur.“ „Þetta er mikið afrek að vera kominn hingað einu sinni enn, sérstaklega þar sem það eru mörg góð lið í deildinni. Þetta er leikur sem er ólíkur úrslitakeppninni, þetta fræga dagsform ræður svo miklu, þú færð ekki annan leik til.“ „Við þurfum að vera klárir á laugardaginn og sýna töluvert betri leik en við gerðum í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.Kristó: Virkar að vera agressífari „Þetta var erfiður sigur, og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. En ég er bara ánægður með að við höfum siglt þessu heim og erum komnir núna í úrslitin aftur,“ sagði Kristófer Acox eftir leikinn. Kristófer var stigahæstur í liði KR með 18 stig og hann virtist lítið þurfa að hafa fyrir því að skora því hann var einfaldlega höfðinu hærri en allir aðrir á vellinum. Hann er búinn að vera stigahæstur í lið KR-inga í báðum deildarleikjum þeirra til þessa á árinu. „Þetta er búið að vera aðeins öðru vísi hjá mér eftir áramót og það er að virka mjög vel, en ég er að hugsa fyrst og fremst um liðið og hvað ég get gert til þess að hjálpa liðinu að vinna. Ég þarf að vera agressífari og það er að virka.“ „Þeir gáfu okkur hörku leik, eru með hörkulið og við vissum það fyrir leikinn. Við höfum verið í smá basli með 1. deildar lið í bikarnum síðustu ár, þannig að við vissum að þetta yrði ekki auðvelt.“ Hann vildi ekki kannast mikið við það að þjálfarinn hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins. „Hann sagði nú ekki mikið í hálfleik. Það var aðallega Jón sem barði okkur áfram og svo kom Finnur og kláraði það. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila almennilega ef við ætlum að vinna þennan leik á laugardaginn.“ Kristófer kom með hið klassíska svar að honum væri alveg sama hvaða lið hann fengi í úrslitunum. Hann gat þó samþykkt að það skipti litlu máli hverjir það yrðu, þeir ætluðu sér að vinna leikinn.Lárus: Hefðum þurft að hitta á fullkominn skotleik KR-ingar reyndust aðeins of stór biti fyrir Breiðablik að mati Lárusar Jónssonar, þjálfara Breiðabliks. „Já, í rauninni. Þeir eru að spila á næsta leveli, eiginlega á næsta leveli yfir öll lið landsins. Eftir að við komum til baka í leiknum þá vissi ég að það yrði erfitt fyrir okkur að halda í við þá, þeir eru með svo mikla breidd. „Þeir geta skipt inn mönnum eins og Sigga Þorvalds og Jóni Arnóri Stefánssyni á meðan voru okkar lykilmenn í villuvandræðum og bestu mennirnir okkar orðnir þreyttir þegar leið á leikinn. Það sást greinilega í fjórða leikhluta.“ Þrátt fyrir það náðu Blikar að hanga í leiknum alveg þar til um fimm mínútur lifðu af leiknum. „Til þess að vinna leikinn hefðum við þurft að hitta á svakalega góðan skotleik. Það hefði allt þurft að detta. Við gáfum þeim líka mikið af ódýrum stigum úr innköstum sem kostuðu mikið. Við hefðum kannski náð að jafna á einhverjum tímapunkti ef við hefðum ekki verið að gefa þeim svona mikið af stigum.“ „Gríðarlega stoltur af strákunum, þetta eykur áhugann á körfubolta í Kópavogi. Það var vel mætt í Höllina og vonandi kemur þetta körfuboltanum á kortið í Kópavoginum.“ Breiðablik spilar mikið á ungum leikmönnum og er meiri hluti liðsins að mæta hingað í Laugardalshöll aftur á sunnudaginn og spila úrslitaleik í unglingaflokki. Þeir fá því úrslitaleik þrátt fyrir að hafa tapað hér í dag.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti