Samgöngur framtíðar Frosti Logason skrifar 11. janúar 2018 07:00 Nú eru ýmis teikn á lofti um að stærsta kosningamálið í komandi borgarstjórnarkosningum verði almenningssamgöngur. Borgarlína er fyrirbæri sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um og hafa nú þegar lagt talsverða vinnu í að undirbúa. Sjálfur fagna ég öllum hugmyndum um bættar samgöngur. Helst vildi ég að undir Reykjavík allri væri almennilegt neðanjarðarlestakerfi því auðvitað væri langbest að þurfa ekki að eiga sína eigin bifreið. Bensín, tryggingar, viðhald og fleira. Það er bölvaður hausverkur að reka þetta drasl og botnlaus kostnaður. En lestakerfi verður víst aldrei að raunveruleika þar sem fámennið hér gæti aldrei staðið undir þeim kostnaði sem af því hlytist. Þess vegna verður borgarlínan keyrð áfram af hefðbundnum strætisvögnum, sem þó fá að keyra á sínum eigin akreinum sem ætti að koma í veg fyrir tafir vegna umferðarþunga. Einhverjir hafa bent á að þetta sé þó ekki eini valkosturinn. Þeir segja að líklega eigi eftir að eiga sér stað mikil bylting í samgöngum þegar sjálfakandi rafmagnsbílar verði komnir hér á götur innan fárra ára. Slíkir bílar yrðu samnýttir eins og leigubílar í dag og því myndi enginn þurfa að eiga bíl. Þetta væri auðvitað stórkostlegt ef satt reyndist. En þessi hugmynd er alls ekki vinsæl. Hvorki á Twitter né á öðrum kaffihúsum Reykjavíkur. Þar er allt svona tal fljótafgreitt sem fáfræði gamaldags karla sem ekkert vilja annað hraðbrautir og mislæg gatnamót fyrir einkabílinn. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé hægt að færa þá umræðu upp á ögn hærra plan. Vonandi berum við gæfu til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú eru ýmis teikn á lofti um að stærsta kosningamálið í komandi borgarstjórnarkosningum verði almenningssamgöngur. Borgarlína er fyrirbæri sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um og hafa nú þegar lagt talsverða vinnu í að undirbúa. Sjálfur fagna ég öllum hugmyndum um bættar samgöngur. Helst vildi ég að undir Reykjavík allri væri almennilegt neðanjarðarlestakerfi því auðvitað væri langbest að þurfa ekki að eiga sína eigin bifreið. Bensín, tryggingar, viðhald og fleira. Það er bölvaður hausverkur að reka þetta drasl og botnlaus kostnaður. En lestakerfi verður víst aldrei að raunveruleika þar sem fámennið hér gæti aldrei staðið undir þeim kostnaði sem af því hlytist. Þess vegna verður borgarlínan keyrð áfram af hefðbundnum strætisvögnum, sem þó fá að keyra á sínum eigin akreinum sem ætti að koma í veg fyrir tafir vegna umferðarþunga. Einhverjir hafa bent á að þetta sé þó ekki eini valkosturinn. Þeir segja að líklega eigi eftir að eiga sér stað mikil bylting í samgöngum þegar sjálfakandi rafmagnsbílar verði komnir hér á götur innan fárra ára. Slíkir bílar yrðu samnýttir eins og leigubílar í dag og því myndi enginn þurfa að eiga bíl. Þetta væri auðvitað stórkostlegt ef satt reyndist. En þessi hugmynd er alls ekki vinsæl. Hvorki á Twitter né á öðrum kaffihúsum Reykjavíkur. Þar er allt svona tal fljótafgreitt sem fáfræði gamaldags karla sem ekkert vilja annað hraðbrautir og mislæg gatnamót fyrir einkabílinn. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé hægt að færa þá umræðu upp á ögn hærra plan. Vonandi berum við gæfu til þess.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun