Einþáttungur Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. janúar 2018 07:00 Hægri maður: Voðalegt er að sjá útganginn á þér. Ertu Pírati? Pírati: Yarr! Hægri maður: Ætlastu kannski til að ég bjóði þér í glas? Viljið þið ekki fá allt fyrir ekki neitt á kostnað skattborgarans? Hanga heima á borgaralaunum og spila tölvuspil þangað til þið verðið öryrkjar? Pírati: Yarr! Hægri maður: Yarr? Ertu fáviti? Án gríns? Hvað er eiginlega að þér? Borðaðir þú kannski norska Grandiosa-pitsu hitaða í ofni á jólunum? Pírati: Uuuuuu?… nei. Ég er sko vegan. Bara með hnetusteik, sko. Þúst, það eru ekki allir eins, sko. Sumum þykir vænt um dýrin og hafa áhyggjur af umhverfinu og sona. Sko?… Hægri maður: Ohhh! Grasæta! Þess vegna ertu svona fölur og ræfilslegur. Af hverju biðurðu ekki Vinnumálastofnun um að gefa þér kort í World Class? Bí a men, og farðu að rífa í lóðin! Pírati: Ööööö?… nei, ég hugleiði sko. Þúst, maður verður sko að passa zenið og rækta andann. Hægri maður: Já, einmitt. Með því að reykja hass og horfa á dánlódað þýfi í tölvunni? Pírati: Ehhhh, það reykir enginn hass lengur maður. Bara gras. Hægri maður: Vottever. Djöfull væri ég til í að buffa þig ef Verzló-gengið mitt væri hér en ekki á Vogi. Áfengi þú skilur. Ekkert ólöglegt! Pírati: Þú veist samt að kókaín er ekki löglegt. Píratar ætla alveg að redda því, sko. Þúst, fíkniefnastrí… Hægri maður: Díses! Þið eruð svoooo glatað pakk. Það vantar allt pönk í ykkur. Pírati: Ha? En þú veist að pönkið varð til út af fólki eins og þér. Og Píratar líka, eiginlega sko. Við viljum sko breytingar. Finnst þér þetta allt bara allt í læ eins og það er? Hægri maður: Æ, haltu kjafti og vefðu mér jónu. Tjaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Hægri maður: Voðalegt er að sjá útganginn á þér. Ertu Pírati? Pírati: Yarr! Hægri maður: Ætlastu kannski til að ég bjóði þér í glas? Viljið þið ekki fá allt fyrir ekki neitt á kostnað skattborgarans? Hanga heima á borgaralaunum og spila tölvuspil þangað til þið verðið öryrkjar? Pírati: Yarr! Hægri maður: Yarr? Ertu fáviti? Án gríns? Hvað er eiginlega að þér? Borðaðir þú kannski norska Grandiosa-pitsu hitaða í ofni á jólunum? Pírati: Uuuuuu?… nei. Ég er sko vegan. Bara með hnetusteik, sko. Þúst, það eru ekki allir eins, sko. Sumum þykir vænt um dýrin og hafa áhyggjur af umhverfinu og sona. Sko?… Hægri maður: Ohhh! Grasæta! Þess vegna ertu svona fölur og ræfilslegur. Af hverju biðurðu ekki Vinnumálastofnun um að gefa þér kort í World Class? Bí a men, og farðu að rífa í lóðin! Pírati: Ööööö?… nei, ég hugleiði sko. Þúst, maður verður sko að passa zenið og rækta andann. Hægri maður: Já, einmitt. Með því að reykja hass og horfa á dánlódað þýfi í tölvunni? Pírati: Ehhhh, það reykir enginn hass lengur maður. Bara gras. Hægri maður: Vottever. Djöfull væri ég til í að buffa þig ef Verzló-gengið mitt væri hér en ekki á Vogi. Áfengi þú skilur. Ekkert ólöglegt! Pírati: Þú veist samt að kókaín er ekki löglegt. Píratar ætla alveg að redda því, sko. Þúst, fíkniefnastrí… Hægri maður: Díses! Þið eruð svoooo glatað pakk. Það vantar allt pönk í ykkur. Pírati: Ha? En þú veist að pönkið varð til út af fólki eins og þér. Og Píratar líka, eiginlega sko. Við viljum sko breytingar. Finnst þér þetta allt bara allt í læ eins og það er? Hægri maður: Æ, haltu kjafti og vefðu mér jónu. Tjaldið.