Volvo XC60 öruggasti bíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2018 10:09 Volvo XC60 er nýkominn af nýrri kynslóð. Samkvæmt prófunum hjá bæði Euro NCAP í Evrópu og IIHS í Bandaríkjunum er Volvo XC60 sportjeppinn öruggasti bíll heims. Volvo XC60 hlaut einkunnina Top Safety Pick+ hjá IIHS umferðaröryggisstofnuninni, en afar fáir bílar náði þeirri einkunn á síðasta ári. Í prófunum IIHS á Volvo XC60 bílnum fékk hann hæstu mögulega einkunn á öllum sviðum nema hvað varðar aðalljós bílsins. Volvo XC60 náði einnig hæstu einkunn sem mæld hefur verið af Euro NCAP og áttu hin ýmsu öryggiskerfi sem er í Volvo XC60 bílnum mikinn þátt í því, en hann fékk einnig frábæra einkunn í árekstrarprófunum. Svo háa einkunn fékk XC60 að hann toppaði alla aðra bíla á öllum sviðum mælinganna (adult occupant protection, child occupant protection, pedestrian protection and safety assist).Volvo XC60 var reynsluekið af blaðamanni visir.is og Fréttablaðsins um daginn í Barcelona og reyndist hann frábær bíll í akstri. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent
Samkvæmt prófunum hjá bæði Euro NCAP í Evrópu og IIHS í Bandaríkjunum er Volvo XC60 sportjeppinn öruggasti bíll heims. Volvo XC60 hlaut einkunnina Top Safety Pick+ hjá IIHS umferðaröryggisstofnuninni, en afar fáir bílar náði þeirri einkunn á síðasta ári. Í prófunum IIHS á Volvo XC60 bílnum fékk hann hæstu mögulega einkunn á öllum sviðum nema hvað varðar aðalljós bílsins. Volvo XC60 náði einnig hæstu einkunn sem mæld hefur verið af Euro NCAP og áttu hin ýmsu öryggiskerfi sem er í Volvo XC60 bílnum mikinn þátt í því, en hann fékk einnig frábæra einkunn í árekstrarprófunum. Svo háa einkunn fékk XC60 að hann toppaði alla aðra bíla á öllum sviðum mælinganna (adult occupant protection, child occupant protection, pedestrian protection and safety assist).Volvo XC60 var reynsluekið af blaðamanni visir.is og Fréttablaðsins um daginn í Barcelona og reyndist hann frábær bíll í akstri.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent