Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-63 | Annar bikartitill Keflavíkur í röð Magnús Ellert Bjarnason skrifar 13. janúar 2018 18:00 Keflavík varð bikarmeistari í dag. Vísir/Hanna Keflavík er Malt-bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum frá Njarðvík í bikarúrslitaleik kvenna, en leiknum er nýlokið í Laugardalshöllinni, 74-63. Þetta er annað árið í röð sem Keflavík hampar bikarnum og fimmtánda skiptið í sögu félagsins. Magnaður árangur sem verður seint toppaður. Fyrri hálfleikurinn var hin mesta skemmtun og þá sérstaklega annar leikhluti. Taugatitringur var í leikmönnum í fyrsta leikhluta og misstu liðin boltann nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Keflavík virtist aðeins öruggari í aðgerðum sínum og var skrefinu á undan í fyrsta leikhluta. Leiddu 15-12 að fyrsta leikhluta loknum eftir að hafa komist 6-1 yfir. Annar leikhluti var töluvert hraðari og betur spilaður hjá báðum liðum. Liðin skiptust á að skora tvær til þrjár körfur í röð og forystan var ekki mikil þegar liðin náðu forskoti. Shalonda Winton komst í gang eftir að hafa hitt illa í fyrsta leikhluta og hélt liði Njarðvíkur í leiknum með glæsilegum tilþrifum. Magnaður leikmaður sem sýndi úr hverju hún er gerð.Leikmenn taka sigurhring í Höllinni.Vísir/HannaJafnt var þegar að liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 35-35, og stigalaust lið Njarðvíkur í Domino’s deildinni að standa betur í liði Keflavíkur en eflaust flestir bjuggust við. Í þriðja leihkluta kom getumunurinn á liðunum hins vegar í ljós. Þó að munurinn væri aldrei meiri en 10 stig var Keflavík alltaf skrefinu á undan og öruggari í sínum aðgerðum. Keflavík leiddi fyrir fjórða leikhuta 54-46 og var á brattann að sækja fyrir þær grænklæddu úr Njarðvík. Keflavík tók fótinn ekki af bensíngjöfinni í fjórða leihkluta og hélt Njarðvík ávalt í þægilegri fjarlægð. Keflavíkur stúlkur reyndust síðan sterkari á lokakaflanum og sigldu sigrinum að endingu tiltöllulega þægilega í höfn. Lokatölur 74-63 líkt og áður sagði. Njarðvíkurstúlkur geta hins vegar gengið með breitt bakið frá þessum leik. Það bjóst enginn við því að þær myndu komast alla leið í úrslit og þær gáfu grönnum sínum svo sannarlega leik hér í dag.Brittany Dinkins.Vísir/HannaAf hverju vann Keflavík? Eftir hetjulega baráttu Njarðvíkur í fyrri hálfleik kom getumunurinn á liðunum einfaldlega í ljós í seinni hálfleik. Shalonda Winton var eini leikmaður Njarðvíkur sem skoraði í tveggja stafa tölum en þegar þannig stendur er nánast ómögulegt að vinna körfuboltaleik og hvað þá bikarúrslitaleik. Breidd Keflavík er hins vegar mikil og hefur liðið á að skipa nokkrum frábærum leikmönnu sem geta tekð leikinn í sínar hendur.Hverjar stóðu uppúr? Það efast enginn um að Shalonda Winton var besti maður vallarins í dag, þrátt fyrir að vera í tapliði. Endaði hún leik með 37 stig og 23 fráköst! Magnaður leikmaður sem á svo sannarlega heima í sterkari deild. Enginn annar leikmaður í liði Njarðvíkur skoraði meira en 10 stig, en Hrund Skúladóttir var næst stigahæst í liði Njarðvíkur með 7 stig. Brittany Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok. Eftir rólegan fyrri hálfleik, þar sem hún skoraði einungis 5 stig, endaði hún leik með 16 stig og 11 fráköst. Mikilvægi hennar kom greinilega í ljós í lok leiks þegar hún setti niður nokkrar mikilvægar körfur og róaði leik Keflavíkur þegar á þurfti. Að mati undirritaðs var Embla Kristínardóttir hins vegar besti leikmaður Keflavíkur í dag. Skoraði hún 22 stig og stjórnaði leik Keflavíkur eins og herforingi. Ekki var að sjá að þetta væri einungis annar leikur hennar fyrir Keflavík á þessu tímabili og sá fyrsti í bikarnum. Þá var Thelma Dís einnig frábær í liði Keflavíkur, með 16 stig og 9 fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli Þegar tölfræðin er skoðuð má sjá hversu jafn leikurinn var lengstum. Skotnýtingin liðanna er sambærileg, Keflavík með 38 % skotnýtingu en Njarðvík með 34 %. Þá tók Keflavík 46 fráköst gegn 45 fráköstum Njarðvíkur. Mikill munur var hins vegar í svokölluðum "fast break" stigum liðanna, þ.e. stig skoruð eftir hraðar sóknir. Keflavík skoraði 15 slík stig en Njarðvík einungis 2. Þá fékk Keflavík 16 stig frá bekknum en Njarðvík einungis 7, sem undirstrikar muninn á breidd liðanna. Það vekur athygli að lið Keflavíkur fékk einungis 6 vítaskot í öllum leiknum, sem er óvenju lá tala hjá sigurliði. Skotin sex fóru hins vegar öll niður og var vítanýting liðsins því 100 %Sverrir Þór Sverrisson.Vísir/HannaSverrir Þór: Get ekki verið annað en í skýjunum Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum hæstánægður í leikslok. „Ég get ekki annað en verið í skýjunum með þennan sigur. Það er magnað að lið nái þeim sögulega árangri að vinna fimmtánda bikarinn. “ Spurður um hvað hefði skopið þennan sigur, sagði Sverrir að þetta hefði verið þolinmæðisverk. „Njarðvíkurstelpurnar komu virkilega flottar inn í þennan leik og voru mjög öflugar. Þær spiluðu svæðisvörn lengi sem við vorum í smá basli með. Það tók okkur smá tíma að komas okkar leik í gang en það var ekkert panikk í gangi. Við héldum bara áfram og svo small þetta á réttum tíma. Við vissum að þetta kæmi að lokum.“ Augljóst var að Sverrir vanmat ekki lið Njarðvíkur fyrir leikinn þrátt fyrir að þær grænklæddu væru stigalausar í deildinni. Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og hann bjóst við. „Ég var búinn að undibúa mitt lið fyrir svona jafnan leik. Njarðvík hefur verið í svona leikjum í bikarnum á móti liðum sem eru áþekk okkur. Ég sagði við stelpurnar mínar í hálfleik að þetta væri nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við, jafn og harður leikur og barist um alla bolta. Liðið mitt svaraði kallinu í síðari hálfleik og steig á bensíngjöfina. Ég er með ánægður með það“ Brittanny Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok en Sverri fannst Embla Kristínardóttir ekki síðri í leiknum. „Embla og Brittanny myndi ég segja að hafi verið leiðtogarnir. Svo voru margar aðrar sem áttu góðar rispur í leiknum. En Embla var stórkostleg í þessum leik. Fyrir mér hefði verið hægt að velja annað hvort Brittany eða Emblu sem mann leiksins, þær áttu það báðar skilið. “ Að lokum var Sverrir spurður útí það hvernig honum lítist á komandi leiki í Domino’s deildinni „Mér líst vel á næstu leiki. Við komum náttúrulega til leiks með breytt lið frá því fyrir áramót. Þórunn og Emilía eru dottnar út en Embla er kominn inn, sem er að sjálfsögðu mikill liðsstyrkur. Við förum bara í það núna að safna stigum í deildinni“Hallgrímur Brynjólfsson.Vísir/HannaHallgrímur: Bilaðslega stoltur af liðinu Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum svekktur í leikslok. Hann taldi muninn á liðunum hafa verið sáralítinn. „Það vantaði bara að það færu eitt eða tvö skot til viðbótar niður hjá okkur. Mér fannst þetta jafn leikur sem hefði getað farið á báða vegu.“ Hallgrímur var gríðarlega stoltur af liðinu sínu og sagði að þessi leikur og árangurinn í bikarkeppninni væri eitthvað til þess að byggja á. „Ég er bilaðslega stoltur af stelpunum mínum, það er alveg klárt mál. Þetta er eitthvað til þess að byggja á. Shalonda var geggjuð eins og alltaf. Hún spilar innan marka kerfisins en endar samt með 37 stig, hún er magnaður karakter. “ Hallgrímur var að lokum spurður hvort það væri ekki stutt í fyrsta sigur Njarðvíkur í deildinni. „Það er klárt mál. Hann kemur í næstu viku.“Embla: Veit ekki hvað ég á að segja Embla Kristínardóttir, sem var hreint út sagt frábær í leiknum, var svo ánægð í leikslok að hún einfaldlega vissi ekki hvað hún ætti að segja. „Ég er ótrúlega ánægð, ég eiginlega veit ekki hvað ég að segja,“ sagði Embla og brosti. Það kom Emblu ekki á óvart hversu jafn leikurinn var. „Við bjuggumst við því að fá hörkuleik frá þeim. Auðvitað ætluðum við ekkert að hafa þetta jafnan leik, en við komum bara sterkari inn í seinni hálfleik og gáfum í. “ Emblu líst vel á komandi leiki, og telur Keflavíkurliðið vera gott þrátt fyrir breytingarnar á hópnum. „Ég er mjög spennt fyrir komandi leikjum. Auðvitað hefur lið okkar breyst eins og Sverrir hefur talað um, en ég tel að við séum með nægilega gott lið til að halda góðu gengi áfram. “ Íslenski körfuboltinn
Keflavík er Malt-bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum frá Njarðvík í bikarúrslitaleik kvenna, en leiknum er nýlokið í Laugardalshöllinni, 74-63. Þetta er annað árið í röð sem Keflavík hampar bikarnum og fimmtánda skiptið í sögu félagsins. Magnaður árangur sem verður seint toppaður. Fyrri hálfleikurinn var hin mesta skemmtun og þá sérstaklega annar leikhluti. Taugatitringur var í leikmönnum í fyrsta leikhluta og misstu liðin boltann nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Keflavík virtist aðeins öruggari í aðgerðum sínum og var skrefinu á undan í fyrsta leikhluta. Leiddu 15-12 að fyrsta leikhluta loknum eftir að hafa komist 6-1 yfir. Annar leikhluti var töluvert hraðari og betur spilaður hjá báðum liðum. Liðin skiptust á að skora tvær til þrjár körfur í röð og forystan var ekki mikil þegar liðin náðu forskoti. Shalonda Winton komst í gang eftir að hafa hitt illa í fyrsta leikhluta og hélt liði Njarðvíkur í leiknum með glæsilegum tilþrifum. Magnaður leikmaður sem sýndi úr hverju hún er gerð.Leikmenn taka sigurhring í Höllinni.Vísir/HannaJafnt var þegar að liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 35-35, og stigalaust lið Njarðvíkur í Domino’s deildinni að standa betur í liði Keflavíkur en eflaust flestir bjuggust við. Í þriðja leihkluta kom getumunurinn á liðunum hins vegar í ljós. Þó að munurinn væri aldrei meiri en 10 stig var Keflavík alltaf skrefinu á undan og öruggari í sínum aðgerðum. Keflavík leiddi fyrir fjórða leikhuta 54-46 og var á brattann að sækja fyrir þær grænklæddu úr Njarðvík. Keflavík tók fótinn ekki af bensíngjöfinni í fjórða leihkluta og hélt Njarðvík ávalt í þægilegri fjarlægð. Keflavíkur stúlkur reyndust síðan sterkari á lokakaflanum og sigldu sigrinum að endingu tiltöllulega þægilega í höfn. Lokatölur 74-63 líkt og áður sagði. Njarðvíkurstúlkur geta hins vegar gengið með breitt bakið frá þessum leik. Það bjóst enginn við því að þær myndu komast alla leið í úrslit og þær gáfu grönnum sínum svo sannarlega leik hér í dag.Brittany Dinkins.Vísir/HannaAf hverju vann Keflavík? Eftir hetjulega baráttu Njarðvíkur í fyrri hálfleik kom getumunurinn á liðunum einfaldlega í ljós í seinni hálfleik. Shalonda Winton var eini leikmaður Njarðvíkur sem skoraði í tveggja stafa tölum en þegar þannig stendur er nánast ómögulegt að vinna körfuboltaleik og hvað þá bikarúrslitaleik. Breidd Keflavík er hins vegar mikil og hefur liðið á að skipa nokkrum frábærum leikmönnu sem geta tekð leikinn í sínar hendur.Hverjar stóðu uppúr? Það efast enginn um að Shalonda Winton var besti maður vallarins í dag, þrátt fyrir að vera í tapliði. Endaði hún leik með 37 stig og 23 fráköst! Magnaður leikmaður sem á svo sannarlega heima í sterkari deild. Enginn annar leikmaður í liði Njarðvíkur skoraði meira en 10 stig, en Hrund Skúladóttir var næst stigahæst í liði Njarðvíkur með 7 stig. Brittany Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok. Eftir rólegan fyrri hálfleik, þar sem hún skoraði einungis 5 stig, endaði hún leik með 16 stig og 11 fráköst. Mikilvægi hennar kom greinilega í ljós í lok leiks þegar hún setti niður nokkrar mikilvægar körfur og róaði leik Keflavíkur þegar á þurfti. Að mati undirritaðs var Embla Kristínardóttir hins vegar besti leikmaður Keflavíkur í dag. Skoraði hún 22 stig og stjórnaði leik Keflavíkur eins og herforingi. Ekki var að sjá að þetta væri einungis annar leikur hennar fyrir Keflavík á þessu tímabili og sá fyrsti í bikarnum. Þá var Thelma Dís einnig frábær í liði Keflavíkur, með 16 stig og 9 fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli Þegar tölfræðin er skoðuð má sjá hversu jafn leikurinn var lengstum. Skotnýtingin liðanna er sambærileg, Keflavík með 38 % skotnýtingu en Njarðvík með 34 %. Þá tók Keflavík 46 fráköst gegn 45 fráköstum Njarðvíkur. Mikill munur var hins vegar í svokölluðum "fast break" stigum liðanna, þ.e. stig skoruð eftir hraðar sóknir. Keflavík skoraði 15 slík stig en Njarðvík einungis 2. Þá fékk Keflavík 16 stig frá bekknum en Njarðvík einungis 7, sem undirstrikar muninn á breidd liðanna. Það vekur athygli að lið Keflavíkur fékk einungis 6 vítaskot í öllum leiknum, sem er óvenju lá tala hjá sigurliði. Skotin sex fóru hins vegar öll niður og var vítanýting liðsins því 100 %Sverrir Þór Sverrisson.Vísir/HannaSverrir Þór: Get ekki verið annað en í skýjunum Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum hæstánægður í leikslok. „Ég get ekki annað en verið í skýjunum með þennan sigur. Það er magnað að lið nái þeim sögulega árangri að vinna fimmtánda bikarinn. “ Spurður um hvað hefði skopið þennan sigur, sagði Sverrir að þetta hefði verið þolinmæðisverk. „Njarðvíkurstelpurnar komu virkilega flottar inn í þennan leik og voru mjög öflugar. Þær spiluðu svæðisvörn lengi sem við vorum í smá basli með. Það tók okkur smá tíma að komas okkar leik í gang en það var ekkert panikk í gangi. Við héldum bara áfram og svo small þetta á réttum tíma. Við vissum að þetta kæmi að lokum.“ Augljóst var að Sverrir vanmat ekki lið Njarðvíkur fyrir leikinn þrátt fyrir að þær grænklæddu væru stigalausar í deildinni. Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og hann bjóst við. „Ég var búinn að undibúa mitt lið fyrir svona jafnan leik. Njarðvík hefur verið í svona leikjum í bikarnum á móti liðum sem eru áþekk okkur. Ég sagði við stelpurnar mínar í hálfleik að þetta væri nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við, jafn og harður leikur og barist um alla bolta. Liðið mitt svaraði kallinu í síðari hálfleik og steig á bensíngjöfina. Ég er með ánægður með það“ Brittanny Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok en Sverri fannst Embla Kristínardóttir ekki síðri í leiknum. „Embla og Brittanny myndi ég segja að hafi verið leiðtogarnir. Svo voru margar aðrar sem áttu góðar rispur í leiknum. En Embla var stórkostleg í þessum leik. Fyrir mér hefði verið hægt að velja annað hvort Brittany eða Emblu sem mann leiksins, þær áttu það báðar skilið. “ Að lokum var Sverrir spurður útí það hvernig honum lítist á komandi leiki í Domino’s deildinni „Mér líst vel á næstu leiki. Við komum náttúrulega til leiks með breytt lið frá því fyrir áramót. Þórunn og Emilía eru dottnar út en Embla er kominn inn, sem er að sjálfsögðu mikill liðsstyrkur. Við förum bara í það núna að safna stigum í deildinni“Hallgrímur Brynjólfsson.Vísir/HannaHallgrímur: Bilaðslega stoltur af liðinu Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum svekktur í leikslok. Hann taldi muninn á liðunum hafa verið sáralítinn. „Það vantaði bara að það færu eitt eða tvö skot til viðbótar niður hjá okkur. Mér fannst þetta jafn leikur sem hefði getað farið á báða vegu.“ Hallgrímur var gríðarlega stoltur af liðinu sínu og sagði að þessi leikur og árangurinn í bikarkeppninni væri eitthvað til þess að byggja á. „Ég er bilaðslega stoltur af stelpunum mínum, það er alveg klárt mál. Þetta er eitthvað til þess að byggja á. Shalonda var geggjuð eins og alltaf. Hún spilar innan marka kerfisins en endar samt með 37 stig, hún er magnaður karakter. “ Hallgrímur var að lokum spurður hvort það væri ekki stutt í fyrsta sigur Njarðvíkur í deildinni. „Það er klárt mál. Hann kemur í næstu viku.“Embla: Veit ekki hvað ég á að segja Embla Kristínardóttir, sem var hreint út sagt frábær í leiknum, var svo ánægð í leikslok að hún einfaldlega vissi ekki hvað hún ætti að segja. „Ég er ótrúlega ánægð, ég eiginlega veit ekki hvað ég að segja,“ sagði Embla og brosti. Það kom Emblu ekki á óvart hversu jafn leikurinn var. „Við bjuggumst við því að fá hörkuleik frá þeim. Auðvitað ætluðum við ekkert að hafa þetta jafnan leik, en við komum bara sterkari inn í seinni hálfleik og gáfum í. “ Emblu líst vel á komandi leiki, og telur Keflavíkurliðið vera gott þrátt fyrir breytingarnar á hópnum. „Ég er mjög spennt fyrir komandi leikjum. Auðvitað hefur lið okkar breyst eins og Sverrir hefur talað um, en ég tel að við séum með nægilega gott lið til að halda góðu gengi áfram. “
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum