Leonardo DiCaprio orðaður við nýja mynd Tarantino um Charles Manson Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 22:06 Leonardo DiCaprio hlaut óskarsverðlaun árið 2016 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Revenant. Vísir/Getty Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira