Hyundai pallbíll á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2018 10:29 Hinn laglegasti pallbíll frá Hyundai hér á ferð. Á teikniborðinu hjá Hyundai er nú nýr pallbíll sem í fyrstu verður beint að mörkuðum í Ástralíu og Asíu. Þessi nýi pallbíll verður ekki hugsaður fyrir stærsta pallbílamarkað heims í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ekki í fyrstu. Annar pallbíll er hugsaður fyrir Ameríkumarkað og mun hann bera nafnið Santa Cruz og verða framleiddur í Alabama. Yfirhönnuður Hyundai og Kia, Peter Schreyer segir að bíllinn fyrir Ástralíu og Asíu verði einungis hannaður fyrir Hyundai og ekki er því von á afbrigði hans frá systurmerkinu Kia. Framleiðsla þessa laglega pallbíls mun þó ekki hefjast fyrr en árið 2021, svo fremi sem hann fái grænt ljós hjá yfirstjórn Hyundai. Það er ekki að spyrja að aflinu í Santa Cruz pallbílnum sem bandarískum kaupendum mun standa til boða, en hann mun líklega fá 3,3 lítra biturbo V6 vél sem skilar 365 hestöflum til allra hjólanna og togar 510 Nm. Þessa vél má einnig finna í Genesis G70 bílnum frá lúxusbíladeild Hyundai. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent
Á teikniborðinu hjá Hyundai er nú nýr pallbíll sem í fyrstu verður beint að mörkuðum í Ástralíu og Asíu. Þessi nýi pallbíll verður ekki hugsaður fyrir stærsta pallbílamarkað heims í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ekki í fyrstu. Annar pallbíll er hugsaður fyrir Ameríkumarkað og mun hann bera nafnið Santa Cruz og verða framleiddur í Alabama. Yfirhönnuður Hyundai og Kia, Peter Schreyer segir að bíllinn fyrir Ástralíu og Asíu verði einungis hannaður fyrir Hyundai og ekki er því von á afbrigði hans frá systurmerkinu Kia. Framleiðsla þessa laglega pallbíls mun þó ekki hefjast fyrr en árið 2021, svo fremi sem hann fái grænt ljós hjá yfirstjórn Hyundai. Það er ekki að spyrja að aflinu í Santa Cruz pallbílnum sem bandarískum kaupendum mun standa til boða, en hann mun líklega fá 3,3 lítra biturbo V6 vél sem skilar 365 hestöflum til allra hjólanna og togar 510 Nm. Þessa vél má einnig finna í Genesis G70 bílnum frá lúxusbíladeild Hyundai.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent