Nýr og breyttur Subaru XV Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2018 14:30 Subaru XV BL sýnir á morgun endurhannaðan Subaru XV í sýningarsal sínum við Sævarhöfða. Þessi nýi fjórhjóladrifni sportjeppi er t.a.m. á nýjum undirvagni auk þess sem ytra útlit hefur tekið kraftmiklum breytingum og gert hann enn spotlegri og stílhreinni. Sama má segja um farþegarýmið sem m.a. hefur fengið nýja, fallega og betur hljóðeinangraða innréttingu ásamt nýjum sætum.EyeSight öryggiskerfið nú staðabúnaður Nýr XV státar af fjölda uppfærðra tæknilausna. Nægir þar að nefna nýtt upplýsinga- og afþreyingarkerfið í XV sem hefur verið endurhannað frá grunni. Kerfið býður m.a. upp á raddstýrða stjórnun ýmissa stjórntækja til að auka öryggi og minnka truflun við akstur. Hið margverðlaunaða EyeSight-öryggiskerfi er nú staðalbúnaður í XV. Kerfið hjálpar ökumanni að gera aksturinn eins öruggan og frekast er kostur auk þess að geta við ákveðnar aðstæður brugðist við og framkvæmt neyðarhemlun. EyeSight á sinn þátt í því að Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna metur bílana frá Subaru einhverja þá öruggustu sem völ er á.X-Mode Á meðal nýrra tæknilausna XV er X-Mode, stilling sem notuð er við akstur í erfiðum aðstæðum. Með henni tekur X-Mode yfir stjórn vélarinnar, gírskiptingarinnar, aldrifsins og hemlanna til að samhæfa stjórn bílsins og koma honum á sem öruggastan hátt í gegnum krefjandi hindranir. Einnig heldur X-Mode bílnum á stöðugum hraða þegar ekið er niður brekku. Einnig má nefna að þegar XV nálgast stöðugleikamörkin endurstillist dreifing togs til hjólanna ásamt vélarafli og hemlunarþyngd til að halda réttri stefnu bílsins á veginum. Öryggiskerfið hjálpar ökumanni einnig að taka skarpar beygjur þegar þess gerist þörf.Stögugleiki Boxer Eitt aðalsmerkja Subaru eru flötu Boxervélarnar með láréttu stimplunum sem hreyfast í gagnstæðar áttir í blokkinni. Boxervélin er ein helsta ástæða þess hve Subaru er stöðugur á veginum og afkastamikill í akstri enda er þyngdarmiðja bílanna lægri en í flestum öðrum tegundum. Subaru hefur einnig hannað nýjan alhliða undirvagn fyrir XV sem allir bílar Subaru verða á í framtíðinni. Nýi SGP-undirvagninn (Subaru Global Platform) viðheldur ekki einungis rómuðum stöðugleika, afköstum og akstursánægju heldur gegnir hann líka lykilhlutverki í öryggishönnun bílsins. Stífni undirvagnsins er breytt frá fyrri gerð ásamt því sem gerðar voru breytingar á fjöðrun og jafnvægisstöngum, m.a. til að dempa betur högg frá vegi og jafna út ójöfnur til að auka þægindin og draga úr þreytu í lengri ferðum.Tvær útfærslur BL býður nýjan XV í tveimur útfærslum sem báðar eru búnar 114 hestafla 1,6 lítra 16 ventla DOHC bensínvél. Grunnverð bílsins er 5.290.00 en hægt er að kynna sér nánar búnað bílsins á heimasíðu BL, þar á meðal upplýsingar um sjálfvirka hraðastillinn, sveigju- og akgreinavarann, akgreinastýringuna og fleira sem öryggiskerfið EyeSight býður upp á, auk upplýsinga um margháttaðan aukabúnað sem hægt er að fá með nýju XV.Gott flutningsrými er í Subaru VX.Fínasta vinnuumhverfi hér. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Settu bílslys á svið Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent
BL sýnir á morgun endurhannaðan Subaru XV í sýningarsal sínum við Sævarhöfða. Þessi nýi fjórhjóladrifni sportjeppi er t.a.m. á nýjum undirvagni auk þess sem ytra útlit hefur tekið kraftmiklum breytingum og gert hann enn spotlegri og stílhreinni. Sama má segja um farþegarýmið sem m.a. hefur fengið nýja, fallega og betur hljóðeinangraða innréttingu ásamt nýjum sætum.EyeSight öryggiskerfið nú staðabúnaður Nýr XV státar af fjölda uppfærðra tæknilausna. Nægir þar að nefna nýtt upplýsinga- og afþreyingarkerfið í XV sem hefur verið endurhannað frá grunni. Kerfið býður m.a. upp á raddstýrða stjórnun ýmissa stjórntækja til að auka öryggi og minnka truflun við akstur. Hið margverðlaunaða EyeSight-öryggiskerfi er nú staðalbúnaður í XV. Kerfið hjálpar ökumanni að gera aksturinn eins öruggan og frekast er kostur auk þess að geta við ákveðnar aðstæður brugðist við og framkvæmt neyðarhemlun. EyeSight á sinn þátt í því að Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna metur bílana frá Subaru einhverja þá öruggustu sem völ er á.X-Mode Á meðal nýrra tæknilausna XV er X-Mode, stilling sem notuð er við akstur í erfiðum aðstæðum. Með henni tekur X-Mode yfir stjórn vélarinnar, gírskiptingarinnar, aldrifsins og hemlanna til að samhæfa stjórn bílsins og koma honum á sem öruggastan hátt í gegnum krefjandi hindranir. Einnig heldur X-Mode bílnum á stöðugum hraða þegar ekið er niður brekku. Einnig má nefna að þegar XV nálgast stöðugleikamörkin endurstillist dreifing togs til hjólanna ásamt vélarafli og hemlunarþyngd til að halda réttri stefnu bílsins á veginum. Öryggiskerfið hjálpar ökumanni einnig að taka skarpar beygjur þegar þess gerist þörf.Stögugleiki Boxer Eitt aðalsmerkja Subaru eru flötu Boxervélarnar með láréttu stimplunum sem hreyfast í gagnstæðar áttir í blokkinni. Boxervélin er ein helsta ástæða þess hve Subaru er stöðugur á veginum og afkastamikill í akstri enda er þyngdarmiðja bílanna lægri en í flestum öðrum tegundum. Subaru hefur einnig hannað nýjan alhliða undirvagn fyrir XV sem allir bílar Subaru verða á í framtíðinni. Nýi SGP-undirvagninn (Subaru Global Platform) viðheldur ekki einungis rómuðum stöðugleika, afköstum og akstursánægju heldur gegnir hann líka lykilhlutverki í öryggishönnun bílsins. Stífni undirvagnsins er breytt frá fyrri gerð ásamt því sem gerðar voru breytingar á fjöðrun og jafnvægisstöngum, m.a. til að dempa betur högg frá vegi og jafna út ójöfnur til að auka þægindin og draga úr þreytu í lengri ferðum.Tvær útfærslur BL býður nýjan XV í tveimur útfærslum sem báðar eru búnar 114 hestafla 1,6 lítra 16 ventla DOHC bensínvél. Grunnverð bílsins er 5.290.00 en hægt er að kynna sér nánar búnað bílsins á heimasíðu BL, þar á meðal upplýsingar um sjálfvirka hraðastillinn, sveigju- og akgreinavarann, akgreinastýringuna og fleira sem öryggiskerfið EyeSight býður upp á, auk upplýsinga um margháttaðan aukabúnað sem hægt er að fá með nýju XV.Gott flutningsrými er í Subaru VX.Fínasta vinnuumhverfi hér.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Settu bílslys á svið Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent