Erlent

Stjórn Trump kynnir áætlanir um að minnka hömlur á olíuborun

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/afp
Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta kynnti í dag áætlanir um að leyfa aukna leit og framleiðslu á gasi og olíu við strendur Bandaríkjanna. Trump hafði lofað því í kosningabaráttunni að minnka hömlur á olíuborun.

Verði þessar áætlanir að veruleika verður leit og framleiðsla gass og olíu leyfð við stóran hluta af strandlengju Bandaríkjanna. Um er að ræða stór svæði í Norður-Íshafi, Kyrrahafi og Atlantshafi. Samkvæmt frétt CNN tilkynnti Ryan Zinke innanríkisráðherra í dag að leyfðu svæðin gætu orðið 47 talsins en þau voru aðeins 11 í forsetatíð Baracks Obama.

Umhverfisverndarhópar hafa nú þegar gagnrýnt þessa áætlun harðlega og segja hana hættulega.


Tengdar fréttir

Tíu bombur úr nýrri bók um Trump

Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×