Tónlist

Ætla að semja og æfa nýtt efni á Íslandi í janúar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Íslenska hljómsveitin Kaleo, sem hefur slegið í gegn utan landsteinanna undanfarin misseri, hyggst semja og æfa nýtt efni hér á Íslandi í janúar.

Davíð Antonsson, Dabbi, trommari Kaleo og bassaleikarinn Daníel Kristjánsson, Danni, kíktu í spjall til Ómars Úlfs á X-inu í dag. Þar ræddu þeir viðburðarríkt ár, þar sem tónleikaferðalag um heiminn bar hæst, og snertu einnig á því sem framundan er hjá sveitinni.

„Við erum að taka okkur smá tíma í að æfa og búa til nýtt efni. Við ætlum ekki að túra jafn mikið á næsta ári heldur að fara að vinna í nýrri plötu. En við munum alveg túra eitthvað,“  sagði Danni en næst stígur Kaleo á stokk í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu, Argentínu og Chile á tónlistarhátíðinni Lollapalooza í mars.

Sjá einnig: Kaleo mest gúgglaðir

Þá sögðust Danni og Dabbi báðir spenntir fyrir því að semja og spila ný lög á tónleikum en sú vinna tekur við nú í janúar.

„Við verðum hér út janúar,“ sagði Danni og bætti við að upptökur færu fram á nokkrum stöðum. „Við gerum líklegast eitthvað hér heima, eitthvað í LA og eitthvað í Nashville.“

Hljómsveitin Kaleo hefur notið gríðarmikilla vinsælda síðustu ár, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, en sveitin var nýlega tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta rokkflutning ársins á laginu No Good. Grammy-verðlaunahátíðin fer fram þann 28. janúar næstkomandi.

Hlusta má á viðtal Ómars Úlfs við Danna og Dabba í Kaleo í heild í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Kaleo mest gúgglaðir

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast á árinu.

Kaleo og Jóhann Jóhannsson tilnefnd til Grammy

Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu tónlistina í kvikmynd en hann gerði tónlistina fyrir kvikmyndina Arrival sem kom út árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.