Geely kaupir í Volvo Trucks Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 13:45 Einn góður frá trukkafyrirtæki Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely heldur áfram fjárfestingum sínum í evrópskum bíliðnaði og hefur nú keypt 8,2% hlutabréfa í trukkaframleiðslu Volvo sem ber nafnið AB Volvo. Fyrir þennan hlut í Volvo Trucks þurfti Geely að greiða tæplega 350 milljarða króna. Geely keypti hlutinn af fjárfestingafélaginu Cevian Capital. Geely á fyrir öll hlutabréf í Volvo Cars, sem og Lotus og London Taxi. Það gerir það þó ekki að verkum að Geely hafi í hyggju að sameina AB Volvo og Volvo Cars að nýju. Með þessum kaupum er Geely orðinn stærsti eigandinn í AB Volvo. Þessi kaup Geely voru alfarið að þeirra eigin frumkvæði, en Cevian Capital hafði engin áform uppi um að selja hlut sinn. Cevian Capital hagnaðist hinsvegar umtalsvert með þessum kaupum en félagið hefur átt þessi bréf í AB Volvo frá árinu 2006. Hlutabréfaverð í AB Volvo hefur hækkað um 50% á þessu ári og er mikilli eftirspurn eftir trukkum í heiminum helst að þakka. Hlutabréf hafa einnig hækkað mjög hjá öðrum trukkaframleiðendum, svo sem Benz og MAN. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely heldur áfram fjárfestingum sínum í evrópskum bíliðnaði og hefur nú keypt 8,2% hlutabréfa í trukkaframleiðslu Volvo sem ber nafnið AB Volvo. Fyrir þennan hlut í Volvo Trucks þurfti Geely að greiða tæplega 350 milljarða króna. Geely keypti hlutinn af fjárfestingafélaginu Cevian Capital. Geely á fyrir öll hlutabréf í Volvo Cars, sem og Lotus og London Taxi. Það gerir það þó ekki að verkum að Geely hafi í hyggju að sameina AB Volvo og Volvo Cars að nýju. Með þessum kaupum er Geely orðinn stærsti eigandinn í AB Volvo. Þessi kaup Geely voru alfarið að þeirra eigin frumkvæði, en Cevian Capital hafði engin áform uppi um að selja hlut sinn. Cevian Capital hagnaðist hinsvegar umtalsvert með þessum kaupum en félagið hefur átt þessi bréf í AB Volvo frá árinu 2006. Hlutabréfaverð í AB Volvo hefur hækkað um 50% á þessu ári og er mikilli eftirspurn eftir trukkum í heiminum helst að þakka. Hlutabréf hafa einnig hækkað mjög hjá öðrum trukkaframleiðendum, svo sem Benz og MAN.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent