Pallbíll Tesla stærri en Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 14:15 Þessi mynd er aðeins ágiskun um hvernig nýr pallbíll frá Tesla gæti litið út. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi rafbílaframleiðandans Tesla segir að næsti framleiðslubíll á eftir Model Y jepplingnum verði pallbíllinn Model U. Hann á sannarlega ekki að verða nein písl því fullyrt er að hann verði stærri en söluhæsti bíll Bandaríkjanna síðustu áratugi, Ford F-150. Model Y á að koma árið 2019 og því má allt eins búast við að Model U pallbíllinn sjái ekki dagsljósið fyrr en árið 2021. Bandaríkjamenn er einkar hungraðir í pallbíla um þessar mundir og bara Ford F-150 pallbíllinn seldist í 820.799 eintökum í fyrra. Það er því ekki skrítið að Elon Musk hafi hug á því að bíta aðeins í þá stóru köku. Miðað við hversu illa gengur að framleiða allra nýjustu bílgerðina Tesla Model 3 gæti orðið biðin langa eftir pallbíl frá Tesla. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent
Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi rafbílaframleiðandans Tesla segir að næsti framleiðslubíll á eftir Model Y jepplingnum verði pallbíllinn Model U. Hann á sannarlega ekki að verða nein písl því fullyrt er að hann verði stærri en söluhæsti bíll Bandaríkjanna síðustu áratugi, Ford F-150. Model Y á að koma árið 2019 og því má allt eins búast við að Model U pallbíllinn sjái ekki dagsljósið fyrr en árið 2021. Bandaríkjamenn er einkar hungraðir í pallbíla um þessar mundir og bara Ford F-150 pallbíllinn seldist í 820.799 eintökum í fyrra. Það er því ekki skrítið að Elon Musk hafi hug á því að bíta aðeins í þá stóru köku. Miðað við hversu illa gengur að framleiða allra nýjustu bílgerðina Tesla Model 3 gæti orðið biðin langa eftir pallbíl frá Tesla.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent