Framleiðslustöðvun hjá Maserati vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 10:01 Maserati Levante jeppinn mun fá 570 hestafla vél. Eina ferðina enn verður framleiðslustöðvun í verksmiðjum Maserati vegna slakrar sölu á bílum fyrirtækisins. Helst er um að kenna lélegri sölu í Kína á bílum Maserati, en Kína er langstærsti bílamarkaður heims. Framleiðslan var stöðvuð á ákveðnum bílgerðum þann 15. desember og ekki verða framleiddir neinir Ghibli og Quattroporte bílar fram til 15. janúar og framleiðslustöðvun á þeim því einn mánuður. Framleiðsla Levante verður stöðvuð í dag, 20. desember og hefst ekki fyrr en 15. janúar og framleiðsla GranTurismo og Grancabrio var stöðvuð 15. desember og hefst aftur 8. janúar. Það verður því langt jólafríið hjá flestum starfsmönnum í verksmiðjum Maserati. Að auki hefur verið hægt á þróun nýrra bíla Maserati og er það væntnalega vegna skorts á fjármagni sem afleiðing dræmrar sölu. Maserati hafði fyrr á þessu ári stöðvað tvisvar sinnum framleiðslu á Levante jeppanum vegna hertra innflutningsreglna í Kína og lítillar eftirspurnar á bílnum í kjölfarið. Maserati er þó ekki alveg að baki dottið með þróun Levante og ætlar að setja á markað öfluga GTS útfærslu hans með 570 hestafla V8, 3,5 lítra vél með tveimur forþjöppum. Síðan stendur til að koma með á markað nýjan GranTurismo árið 2020 sem að miklu leiti verður smíðaður úr áli og verður líklega með rafmótora til stuðnings öflugri brunavél. Maserati ætlar að vera búið að setja rafmótora í helming bíla sinna árið 2022.Maserati Ghibli.a.fotl.xyz Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent
Eina ferðina enn verður framleiðslustöðvun í verksmiðjum Maserati vegna slakrar sölu á bílum fyrirtækisins. Helst er um að kenna lélegri sölu í Kína á bílum Maserati, en Kína er langstærsti bílamarkaður heims. Framleiðslan var stöðvuð á ákveðnum bílgerðum þann 15. desember og ekki verða framleiddir neinir Ghibli og Quattroporte bílar fram til 15. janúar og framleiðslustöðvun á þeim því einn mánuður. Framleiðsla Levante verður stöðvuð í dag, 20. desember og hefst ekki fyrr en 15. janúar og framleiðsla GranTurismo og Grancabrio var stöðvuð 15. desember og hefst aftur 8. janúar. Það verður því langt jólafríið hjá flestum starfsmönnum í verksmiðjum Maserati. Að auki hefur verið hægt á þróun nýrra bíla Maserati og er það væntnalega vegna skorts á fjármagni sem afleiðing dræmrar sölu. Maserati hafði fyrr á þessu ári stöðvað tvisvar sinnum framleiðslu á Levante jeppanum vegna hertra innflutningsreglna í Kína og lítillar eftirspurnar á bílnum í kjölfarið. Maserati er þó ekki alveg að baki dottið með þróun Levante og ætlar að setja á markað öfluga GTS útfærslu hans með 570 hestafla V8, 3,5 lítra vél með tveimur forþjöppum. Síðan stendur til að koma með á markað nýjan GranTurismo árið 2020 sem að miklu leiti verður smíðaður úr áli og verður líklega með rafmótora til stuðnings öflugri brunavél. Maserati ætlar að vera búið að setja rafmótora í helming bíla sinna árið 2022.Maserati Ghibli.a.fotl.xyz
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent