Jaguar Land Rover fyrirtæki ársins hjá Autobest Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 15:09 Land Rover Velar þykir með allra fallegustu bílum, en í leiðinni alvöru jeppi. Breski bílaframleiðindinn Jaguar Land Rover var í vikunni kjörinn besta fyrirtækið og handhafi verðlaunanna Companybest 2017 hjá dómnefnd Autobest, helstu óháðu sömtökum bílablaðamanna í 30 Evrópulöndum. Í niðurstöðu dómnefndar er fyrirtækið heiðrað fyrir framúrskarandi nýjungar og byltingarkennda hönnun í nýjustu kynslóðum bílgerða beggja merkjanna, Jaguar og Land Rover, mikinn fjárhagslegan styrk og vöxt og ekki síst fyrir áframhaldandi fjárfestingar í starfsemi sinni. Tvær nýjungar hafa litið dagsins ljós á árinu hjá Jaguar Land Rover; hinn nýi og byltingarkenndi Range Rover Velar sem bílablaðamenn kalla gjarnan þann fallegasta sem hannaður hafi verið, og sportjeppinn Jaguar E-Pace. Á næsta ári kemur á markað fyrsti rafbíllinn frá Jaguar, I-PACE sem miklar vorir eru bundnar við. Bíllinn, sem verður um 400 hestöfl og mun hafa um 500 km drægni, var fyrr á árinu kjörinn „markverðasti hugmyndabíll ársins“á verðlaunahátíð Concours d’Elegance í Bandríkjunum. Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Breski bílaframleiðindinn Jaguar Land Rover var í vikunni kjörinn besta fyrirtækið og handhafi verðlaunanna Companybest 2017 hjá dómnefnd Autobest, helstu óháðu sömtökum bílablaðamanna í 30 Evrópulöndum. Í niðurstöðu dómnefndar er fyrirtækið heiðrað fyrir framúrskarandi nýjungar og byltingarkennda hönnun í nýjustu kynslóðum bílgerða beggja merkjanna, Jaguar og Land Rover, mikinn fjárhagslegan styrk og vöxt og ekki síst fyrir áframhaldandi fjárfestingar í starfsemi sinni. Tvær nýjungar hafa litið dagsins ljós á árinu hjá Jaguar Land Rover; hinn nýi og byltingarkenndi Range Rover Velar sem bílablaðamenn kalla gjarnan þann fallegasta sem hannaður hafi verið, og sportjeppinn Jaguar E-Pace. Á næsta ári kemur á markað fyrsti rafbíllinn frá Jaguar, I-PACE sem miklar vorir eru bundnar við. Bíllinn, sem verður um 400 hestöfl og mun hafa um 500 km drægni, var fyrr á árinu kjörinn „markverðasti hugmyndabíll ársins“á verðlaunahátíð Concours d’Elegance í Bandríkjunum.
Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent