Forsvarsmenn X-Files hafa birt stiklu þar sem farið er yfir nýju þáttaröðina og hvað hún muni bjóða upp á.
Síðasta þáttaröð, sem sýnd var í byrjun árs, var einungis sex þættir. Að þessu sinni eru þeir tíu. Framleiðendurnir lofa því að nú verði þættirnir líkari gömlu og góðu þáttunum.
Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og sá fyrsti þann 4. janúar. Degi á eftir frumsýningunni í Bandaríkjunum.