Hvers er að minnast? Frosti Logason skrifar 28. desember 2017 07:00 Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, sagði skáldið. Ekki grátum við það nú, þó síður sé. Margir sjá í nýju ári ótal tækifæri til að breyta um kúrs, rétta sig af og verða betri manneskjur. Það eru þó ákveðnar stundir sem maður mun sakna frá árinu sem er að líða. Stundir sem maður upplifir sennilega aldrei aftur. Líklega ber þar hæst þá fölskvalausu gleði sem greip um sig meðal landsmanna þegar alþjóðlegur verslunarrisi opnaði útibú sitt í sjálfu heimaþingi kapítalismans, Kauptúni í Garðabæ. Costco birtist okkur að vori sem vermandi sól og fékk okkur til að gleyma öllum okkar þrautum. Gárungar segja að stemningin sem þá myndaðist hafi helst minnt á fall Berlínarmúrsins, þegar hundruð þúsunda streymdu yfir í frelsið úr margra áratuga höftum og hörmungum. Jafnvel íslenskir sósíalistar réðu sér ekki af kæti og skáluðu í kampavíni á meðan þeir létu renna í langþráð froðubað sem loksins fékkst hér á mannsæmandi kjörum. Góðærisveislan hélt áfram að stigmagnast þökk sé endingargóðu gæðaeldsneyti sem flæddi úr dælum heimsvaldastefnunnar. Sótsvörtum almúganum bauðst loksins klósettpappír og jarðarber á kostnaðarverði. Heilt yfir virðist hagur landsmanna því hafa stórbatnað á árinu. Því er ekki úr vegi að ljúka árinu á ríflegri hækkun launa presta og biskups. Þeir eru jú hin skæra birtingarmynd frelsarans sem lýsir okkur áfram á vegi lífsins. Við vonum að þeir miðli fyrir okkur almúgann góðum óskum til Drottins um fleiri Costco-verslanir og hamingju á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, sagði skáldið. Ekki grátum við það nú, þó síður sé. Margir sjá í nýju ári ótal tækifæri til að breyta um kúrs, rétta sig af og verða betri manneskjur. Það eru þó ákveðnar stundir sem maður mun sakna frá árinu sem er að líða. Stundir sem maður upplifir sennilega aldrei aftur. Líklega ber þar hæst þá fölskvalausu gleði sem greip um sig meðal landsmanna þegar alþjóðlegur verslunarrisi opnaði útibú sitt í sjálfu heimaþingi kapítalismans, Kauptúni í Garðabæ. Costco birtist okkur að vori sem vermandi sól og fékk okkur til að gleyma öllum okkar þrautum. Gárungar segja að stemningin sem þá myndaðist hafi helst minnt á fall Berlínarmúrsins, þegar hundruð þúsunda streymdu yfir í frelsið úr margra áratuga höftum og hörmungum. Jafnvel íslenskir sósíalistar réðu sér ekki af kæti og skáluðu í kampavíni á meðan þeir létu renna í langþráð froðubað sem loksins fékkst hér á mannsæmandi kjörum. Góðærisveislan hélt áfram að stigmagnast þökk sé endingargóðu gæðaeldsneyti sem flæddi úr dælum heimsvaldastefnunnar. Sótsvörtum almúganum bauðst loksins klósettpappír og jarðarber á kostnaðarverði. Heilt yfir virðist hagur landsmanna því hafa stórbatnað á árinu. Því er ekki úr vegi að ljúka árinu á ríflegri hækkun launa presta og biskups. Þeir eru jú hin skæra birtingarmynd frelsarans sem lýsir okkur áfram á vegi lífsins. Við vonum að þeir miðli fyrir okkur almúgann góðum óskum til Drottins um fleiri Costco-verslanir og hamingju á nýju ári.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun